Spurt verður hvaðan peningarnir komi 28. október 2006 19:33 Aðalritstjóri Ekstra blaðsins danska segir marga spyrja sig hvernig svo fámenn þjóð eins og Ísland geti fjárfest eins mikið og raun beri vitni. Spurt sé hvaðan peningarnir komi og blaðið reyni að svara því. Árni Matihesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að blaðið boði umfjöllun um íslenska útrás. Krónan lækkað um 2% í gær, sem er mesta lækkun hennar á einum degi í hálft ár. Talið er að rekja megi þessa lækkun til boðaðrar umfjöllunar danska Ekstra-blaðsins um útrás Íslendinga sem hefst á morgun. Í tilkynningu frá blaðinu í gær segir að rannsóknarblaðamenn hafi farið ofaní saumana á íslenska efnahagsundrinu og ætli að kynna fyrir lesendum blaðsins viðskiptamódel sem að komi bófar og háttsettir stjórnmálamenn og þar sem síslað sé með milljarða króna. Lofað er umfjöllun um blákaldan veruleika sem taki fram villtasta skáldskap. Þeir sérfræðingar í íslensku fjármálalífi sem fréttastofa ræddi við í dag eiga ekki von á að áhrif umfjöllunar blaðsins verði meiri og þau í raun komin fram. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að Ekstra-blaðið boði umfjöllun sem þessa. Hann viti ekki til þess að til séu neinar upplýsingar í þessa veru sem gefi tilefni til umfjöllunar eins og þessarar. Það laga- og reglugerðaumhverfi sem gildi um þessi mál fjalli hér á landi sé nákvæmlega það sama og í öðrum Evrópulöndum, til að mynda Danmörku. Árni segir nýlega búið að taka út íslenska eftirlitskerfið hvað þetta varði og á svipuðum tíma á Norðurlöndunum. Öll fái kerfin svipaða einkunn sem sé góð. Hans Engel, aðalritstjóri Ekstra-blaðsins segir að fólk muni sjá mjög dularfullu hluti í umfjöllun blaðsins á næstu dögum. Peningar séu fluttir milli landa og notaðir til gríðarlegra fjárfestinga í Danmörku. Hann spyr hvernig geti svo fámenn þjóð fjárfest í þetta miklu magni, hvaðan komi peningarnir. Hann segist viss um að margir séu áhugasmir um að fá svör við því. Fréttir Innlent Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Aðalritstjóri Ekstra blaðsins danska segir marga spyrja sig hvernig svo fámenn þjóð eins og Ísland geti fjárfest eins mikið og raun beri vitni. Spurt sé hvaðan peningarnir komi og blaðið reyni að svara því. Árni Matihesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að blaðið boði umfjöllun um íslenska útrás. Krónan lækkað um 2% í gær, sem er mesta lækkun hennar á einum degi í hálft ár. Talið er að rekja megi þessa lækkun til boðaðrar umfjöllunar danska Ekstra-blaðsins um útrás Íslendinga sem hefst á morgun. Í tilkynningu frá blaðinu í gær segir að rannsóknarblaðamenn hafi farið ofaní saumana á íslenska efnahagsundrinu og ætli að kynna fyrir lesendum blaðsins viðskiptamódel sem að komi bófar og háttsettir stjórnmálamenn og þar sem síslað sé með milljarða króna. Lofað er umfjöllun um blákaldan veruleika sem taki fram villtasta skáldskap. Þeir sérfræðingar í íslensku fjármálalífi sem fréttastofa ræddi við í dag eiga ekki von á að áhrif umfjöllunar blaðsins verði meiri og þau í raun komin fram. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að Ekstra-blaðið boði umfjöllun sem þessa. Hann viti ekki til þess að til séu neinar upplýsingar í þessa veru sem gefi tilefni til umfjöllunar eins og þessarar. Það laga- og reglugerðaumhverfi sem gildi um þessi mál fjalli hér á landi sé nákvæmlega það sama og í öðrum Evrópulöndum, til að mynda Danmörku. Árni segir nýlega búið að taka út íslenska eftirlitskerfið hvað þetta varði og á svipuðum tíma á Norðurlöndunum. Öll fái kerfin svipaða einkunn sem sé góð. Hans Engel, aðalritstjóri Ekstra-blaðsins segir að fólk muni sjá mjög dularfullu hluti í umfjöllun blaðsins á næstu dögum. Peningar séu fluttir milli landa og notaðir til gríðarlegra fjárfestinga í Danmörku. Hann spyr hvernig geti svo fámenn þjóð fjárfest í þetta miklu magni, hvaðan komi peningarnir. Hann segist viss um að margir séu áhugasmir um að fá svör við því.
Fréttir Innlent Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira