Ósamræmi milli stofnstærðamats Hafró og IUCN 27. október 2006 20:45 MYND/Gunnar V. Andrésson Hafrannsóknarstofnun segir að svo virðist sem mikið ósamræmi sé milli flokkunar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og mats stofnunarinnar á langreyðastofninum við Ísland. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar. Þar segir að í umræðunni um hvalveiðar Íslendinga hafi ítrekað verið skírskotað til válista IUCN. Þar sé langreyður skráð sem tegund í útrýmingarhættu og gefið í skyn að veiðarnar muni enn auka hættu á útrýmingu tegundarinnar. Samkvæmt pistli Hafrannsóknarstofnunar varpar það villandi ljósi á ráðgjöf stofnunarinnar um þessa stofna. Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar sé langreyðarstofninn hér við land um 25.800 dýr. Það mat hafi verið formlega samþykkt af vísindanefndum Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Vísindanefnd NAMMCO hafi auk þess komist að þeirri niðurstöðu að langreyðarstofninn hér við land sé nálægt þeirri stærð sem var fyrir tíma hvalveiða á seinni hluta 19. aldar. Fram kemur í pistlinum á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi gefið út yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna nýhafinna hvalveiða Íslendinga. Þar komi fram að ofangreint misræmi stafi af því að IUCN meti alla langreyðarstofna heimsins sem eina heild og ráði þar langmestu ástand langreyðarstofna við Suðurheimskautið. Þar hafi verið langstærstu stofnar langreyðar og annarra skíðishvala og jafnframt verstu ofveiðarnar langt fram eftir síðustu öld. Þessir stofnar eiga enn langt í land með að ná fyrri stærð og meðan svo sé muni mat á langreyði á heimsvísu leiða til þess að tegundin sé flokkuð í útrýmingarhættu samkvæmt þeim mælikvörðum sem notaðir séu innan IUCN. Hafrannsóknarstofnun segir að bent hafi verið á galla þessa fyrirkomulags, enda sé enginn samgangur milli hinna fjölmörgu langreyðarstofna heimsins sem séu í mjög misjöfnu ástandi. Þessu megi líkja við að allir þorskstofnar heimsins væru settir undir einn hatt og alfriðaðir vegna ástands stofnsins í Norðursjó. Í pistli Hafrannsóknarstofnunar er bent á að einnig sé nokkuð ósamræmi innan IUCN í þessum efnum, þar sem t.d. norðhvalur, sem standi undir veiðum Bandaríkjamanna, sé ekki flokkaður í útrýmingahættu þótt stofnar tegundarinnar í Norður Atlantshafi séu réttilega flokkaðar í útrýmingarhættu. Á heimasíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins sé ennfremur staðfest stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir hrefnu og langreyði. Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun segir að svo virðist sem mikið ósamræmi sé milli flokkunar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og mats stofnunarinnar á langreyðastofninum við Ísland. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar. Þar segir að í umræðunni um hvalveiðar Íslendinga hafi ítrekað verið skírskotað til válista IUCN. Þar sé langreyður skráð sem tegund í útrýmingarhættu og gefið í skyn að veiðarnar muni enn auka hættu á útrýmingu tegundarinnar. Samkvæmt pistli Hafrannsóknarstofnunar varpar það villandi ljósi á ráðgjöf stofnunarinnar um þessa stofna. Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar sé langreyðarstofninn hér við land um 25.800 dýr. Það mat hafi verið formlega samþykkt af vísindanefndum Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Vísindanefnd NAMMCO hafi auk þess komist að þeirri niðurstöðu að langreyðarstofninn hér við land sé nálægt þeirri stærð sem var fyrir tíma hvalveiða á seinni hluta 19. aldar. Fram kemur í pistlinum á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi gefið út yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna nýhafinna hvalveiða Íslendinga. Þar komi fram að ofangreint misræmi stafi af því að IUCN meti alla langreyðarstofna heimsins sem eina heild og ráði þar langmestu ástand langreyðarstofna við Suðurheimskautið. Þar hafi verið langstærstu stofnar langreyðar og annarra skíðishvala og jafnframt verstu ofveiðarnar langt fram eftir síðustu öld. Þessir stofnar eiga enn langt í land með að ná fyrri stærð og meðan svo sé muni mat á langreyði á heimsvísu leiða til þess að tegundin sé flokkuð í útrýmingarhættu samkvæmt þeim mælikvörðum sem notaðir séu innan IUCN. Hafrannsóknarstofnun segir að bent hafi verið á galla þessa fyrirkomulags, enda sé enginn samgangur milli hinna fjölmörgu langreyðarstofna heimsins sem séu í mjög misjöfnu ástandi. Þessu megi líkja við að allir þorskstofnar heimsins væru settir undir einn hatt og alfriðaðir vegna ástands stofnsins í Norðursjó. Í pistli Hafrannsóknarstofnunar er bent á að einnig sé nokkuð ósamræmi innan IUCN í þessum efnum, þar sem t.d. norðhvalur, sem standi undir veiðum Bandaríkjamanna, sé ekki flokkaður í útrýmingahættu þótt stofnar tegundarinnar í Norður Atlantshafi séu réttilega flokkaðar í útrýmingarhættu. Á heimasíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins sé ennfremur staðfest stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir hrefnu og langreyði.
Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Sjá meira