Norræn samvinna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi 27. október 2006 20:00 Íslendingar leggja áherslu á norræna samvinnu í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Norðurlandaráðs. Formaður Íslandsdeildar ráðsins veit ekki hvort íslensk stjórnvöld sækist eftir framkvæmdastjórastöðu norrænu ráðherranefndarinnar. Þing Norðurlandanna fer fram í næstu viku í Kaupamannahöfn og að vanda ber þar margt á góma. Mansal og loftslagsmál er á meðal þess sem þingfulltrúarnir skeggræða og eflaust berst ný skoðanakönnun ráðsins um afstöðu almennings til norræns samstarfs í tal. Flestir Norðurlandabúar telja samstarf á sviði umhverfismála mest aðkallandi þótt þeim hafi fækkað nokkuð frá því síðasta könnun var gerð árið 1993. Sameiginleg barátta gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi er hins vegar orðin það svið sem næstflestir leggja mesta áherslu á og menntamálin koma svo í þriðja sæti. Norðurlöndin eru það svæði sem flestir Íslendingar álíta mikilvægast að eiga samstarf við. 69% eru þeirrar skoðunar á meðan helmingur þjóðarinnar telur nær að efla samvinnuna við ESB-löndin og fjórðungur við Bandaríkin. Íslensk stjórnvöld eru sögð leggja mikla áherslu á að Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verði næsti framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar. Þar er við ramman reip að draga því Finnar vilja ólmir koma sínum manni að, og að sögn finnskra fjölmiðla eru þeir gramir Íslendingum fyrir leynimakk. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, segir broslegt hvernig þessi mál hafi verið rædd. Ekki sé staðfest að Ísland sækist eftir starfinu, en þó sé löngu orðið tímabært að Íslendingar fái framkvæmdastjórastöðuna. Íslendingur hafi aldrei gengt henni en það hafi Finni gert, minnst einu sinni og stutt síðan síðast. Sigríður Anna segir Íslandsdeildina ekki eiga aðkomu að þessu. Málið sér fyrst og fremst hjá ráðherrum landanna og hún á von á því að það verði til lykta leitt á fundi þeirra á mánudaginn. Fréttir Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Íslendingar leggja áherslu á norræna samvinnu í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Norðurlandaráðs. Formaður Íslandsdeildar ráðsins veit ekki hvort íslensk stjórnvöld sækist eftir framkvæmdastjórastöðu norrænu ráðherranefndarinnar. Þing Norðurlandanna fer fram í næstu viku í Kaupamannahöfn og að vanda ber þar margt á góma. Mansal og loftslagsmál er á meðal þess sem þingfulltrúarnir skeggræða og eflaust berst ný skoðanakönnun ráðsins um afstöðu almennings til norræns samstarfs í tal. Flestir Norðurlandabúar telja samstarf á sviði umhverfismála mest aðkallandi þótt þeim hafi fækkað nokkuð frá því síðasta könnun var gerð árið 1993. Sameiginleg barátta gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi er hins vegar orðin það svið sem næstflestir leggja mesta áherslu á og menntamálin koma svo í þriðja sæti. Norðurlöndin eru það svæði sem flestir Íslendingar álíta mikilvægast að eiga samstarf við. 69% eru þeirrar skoðunar á meðan helmingur þjóðarinnar telur nær að efla samvinnuna við ESB-löndin og fjórðungur við Bandaríkin. Íslensk stjórnvöld eru sögð leggja mikla áherslu á að Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verði næsti framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar. Þar er við ramman reip að draga því Finnar vilja ólmir koma sínum manni að, og að sögn finnskra fjölmiðla eru þeir gramir Íslendingum fyrir leynimakk. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, segir broslegt hvernig þessi mál hafi verið rædd. Ekki sé staðfest að Ísland sækist eftir starfinu, en þó sé löngu orðið tímabært að Íslendingar fái framkvæmdastjórastöðuna. Íslendingur hafi aldrei gengt henni en það hafi Finni gert, minnst einu sinni og stutt síðan síðast. Sigríður Anna segir Íslandsdeildina ekki eiga aðkomu að þessu. Málið sér fyrst og fremst hjá ráðherrum landanna og hún á von á því að það verði til lykta leitt á fundi þeirra á mánudaginn.
Fréttir Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira