Lyktarmengun standi vexti bæjarins fyrir þrifum 27. október 2006 15:00 Þorlákshöfn MYND/Einar Elíasson Bæjarstjórn Sveitafélagsins Ölfuss hefur bókað mótmæli við fyrirhuguðu starfsleyfi, sem gefið yrði út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, fyrir hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis hf. í Þorlákshöfn. Ástæða þess er "langvarandi óánægja íbúa sveitafélagsins með gífurlega lyktarmengun samfara rekstri þurrkunarverksmiðjunnar." Fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar Ölfuss að "um langa hríð hafi verið mikil óánægja með þá miklu lyktarmengun sem verksmiðjunni fylgir. Kveður svo rammt að að þegar vindur stendur af verksmiðjunni yfir íbúabyggðina er ómögulegt að hafa opna glugga og illbærilegt að vera utanhúss." "Verksmiðjan hefur verið rekin um árabil og undanfarið á tímabundnu starfsleyfi. Ýmiss skilyrði og áætlanir um úrbætur hafa verið sett. Þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert dregið úr lyktarmengun frá fyrirtækinu," segir í bókuninni. Bæjarstjórnin álítur því ekki ásættanlegt að starfsleyfi verði veitt nú til 18 mánaða. Í starfsleyfinu sem nú er til kynningar liggur fyrir að ráðist verði í byggingu þvotta- og þéttiturna fyrir starfsemina. Bæjarstjórnin telur þetta óásættanlegt þar sem óljóst er hvort þessar framkvæmdir muni draga úr lyktarmengun og tekur fram að slíkar framkvæmdir taki alltaf einhvern tíma. Að mati bæjarstjórnar stendur lyktarmengunin vexti bæjarins fyrir þrifum. "Erfitt sé að laða að fyrirtæki í ferðaþjónustu þegar stóran hluta ársins liggur sterk lykt frá viðkomandi rekstri yfir bæjarfélaginu..... Er því möguleiki á að ef áframhaldandi lyktarmengun verður látin líðast frá viðkomandi verksmiðju gæti það leitt til skaðabótakrafna frá langþreyttum nágrönnum," segir ennfremur í bókuninni sem líkur á kröfu bæjarstjórnarinnar, "að viðkomandi starfsleyfi verði ekki veitt í óþökk hennar". Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Bæjarstjórn Sveitafélagsins Ölfuss hefur bókað mótmæli við fyrirhuguðu starfsleyfi, sem gefið yrði út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, fyrir hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis hf. í Þorlákshöfn. Ástæða þess er "langvarandi óánægja íbúa sveitafélagsins með gífurlega lyktarmengun samfara rekstri þurrkunarverksmiðjunnar." Fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar Ölfuss að "um langa hríð hafi verið mikil óánægja með þá miklu lyktarmengun sem verksmiðjunni fylgir. Kveður svo rammt að að þegar vindur stendur af verksmiðjunni yfir íbúabyggðina er ómögulegt að hafa opna glugga og illbærilegt að vera utanhúss." "Verksmiðjan hefur verið rekin um árabil og undanfarið á tímabundnu starfsleyfi. Ýmiss skilyrði og áætlanir um úrbætur hafa verið sett. Þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert dregið úr lyktarmengun frá fyrirtækinu," segir í bókuninni. Bæjarstjórnin álítur því ekki ásættanlegt að starfsleyfi verði veitt nú til 18 mánaða. Í starfsleyfinu sem nú er til kynningar liggur fyrir að ráðist verði í byggingu þvotta- og þéttiturna fyrir starfsemina. Bæjarstjórnin telur þetta óásættanlegt þar sem óljóst er hvort þessar framkvæmdir muni draga úr lyktarmengun og tekur fram að slíkar framkvæmdir taki alltaf einhvern tíma. Að mati bæjarstjórnar stendur lyktarmengunin vexti bæjarins fyrir þrifum. "Erfitt sé að laða að fyrirtæki í ferðaþjónustu þegar stóran hluta ársins liggur sterk lykt frá viðkomandi rekstri yfir bæjarfélaginu..... Er því möguleiki á að ef áframhaldandi lyktarmengun verður látin líðast frá viðkomandi verksmiðju gæti það leitt til skaðabótakrafna frá langþreyttum nágrönnum," segir ennfremur í bókuninni sem líkur á kröfu bæjarstjórnarinnar, "að viðkomandi starfsleyfi verði ekki veitt í óþökk hennar".
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira