Malaví býður íslendingum þróunaraðstoð í fótboltanum 26. október 2006 19:29 Ísland er nú í níutugasta og fimmta sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, einu sæti fyrir neðan Malaví sem er þiggjandi stórs hluta þróunaraðstoðar Íslendinga. Yassín Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast stöðu Íslands á lista FIFA og telur að landsliðin ættu að leika vináttuleik svo Íslendingar geti séð hvernig fátæku litlu ríki tekst að færast ofar á styrkleikalistanum. Gengi Íslenska landsliðsins hefur verið upp og ofan í gegnum tíðina en hæst hefur liðið komist í 37. sæti á styrkleikalista FIFA. Á nýjum lista sem birtur var í síðustu viku þarf að fara býsna neðarlega á listann til að finna nafn Íslands, eða í 95. sæti. Þar er ísland næst á undan Gabon en einu sæti fyrir neðan afríkuríkið Malaví. Það er mikil fátækt í Malaví og barnadauði mikill. 'Islendingar hafa stutt landið með þróunaraðstoð í gegnum árin, einkum á sviði heilbrigðisþjónustunnar og nefna má að Sigurður Guðmundsson, landslæknir dvelur nú þar í landi í ársleyfi við að aðstoða við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Það gefur auga leið að í landi þar sem börn svelta eru ekki miklir peningar til knattspyrnuiðkunar. En þrátt fyrir fjárskort og þjálfaravandræði eiga Malavar betra landslið í knattspyrnu en Íslendingar - samkvæmt styrkleikalistanum. Yassin Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast að íslenska landsliðið sé í þessari slöku stöðu og telur að liðið hefði gott af að heimsækja Malaví og leika vináttulandsleik við heimamenn. Þannig geti íslendingar lært að vinna sig upp styrkleikalistann. Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Ísland er nú í níutugasta og fimmta sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, einu sæti fyrir neðan Malaví sem er þiggjandi stórs hluta þróunaraðstoðar Íslendinga. Yassín Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast stöðu Íslands á lista FIFA og telur að landsliðin ættu að leika vináttuleik svo Íslendingar geti séð hvernig fátæku litlu ríki tekst að færast ofar á styrkleikalistanum. Gengi Íslenska landsliðsins hefur verið upp og ofan í gegnum tíðina en hæst hefur liðið komist í 37. sæti á styrkleikalista FIFA. Á nýjum lista sem birtur var í síðustu viku þarf að fara býsna neðarlega á listann til að finna nafn Íslands, eða í 95. sæti. Þar er ísland næst á undan Gabon en einu sæti fyrir neðan afríkuríkið Malaví. Það er mikil fátækt í Malaví og barnadauði mikill. 'Islendingar hafa stutt landið með þróunaraðstoð í gegnum árin, einkum á sviði heilbrigðisþjónustunnar og nefna má að Sigurður Guðmundsson, landslæknir dvelur nú þar í landi í ársleyfi við að aðstoða við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Það gefur auga leið að í landi þar sem börn svelta eru ekki miklir peningar til knattspyrnuiðkunar. En þrátt fyrir fjárskort og þjálfaravandræði eiga Malavar betra landslið í knattspyrnu en Íslendingar - samkvæmt styrkleikalistanum. Yassin Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast að íslenska landsliðið sé í þessari slöku stöðu og telur að liðið hefði gott af að heimsækja Malaví og leika vináttulandsleik við heimamenn. Þannig geti íslendingar lært að vinna sig upp styrkleikalistann.
Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira