Hvalveiðar skaða Icelandair 26. október 2006 19:23 Forstjóri Icelandair segir hvalveiðar vanhugsaðar og geti valdið félaginu miklum skaða. Fyrsta afbókun frá stórum ferðaheildsala barst fyrirtækinu nú síðdegis.Eigandi hvalaskoðunarfyrirtækis leggur til að farin verði eins konar millileið í hvalveiðimálinu og leggur til að afmörkuð verði stór hval-griðasvæði við landið. Icelandair hefur mikla hagsmuni að verja í hvalveiðimálinu og hefur ekki farið varhluta af andúð erlendis gegn þessum veiðum. Nýverið skipti félagið um eigendur í tugmilljarða viðskiptum þar sem miklum sóknarhug var lýst. Finnur Ingólfsson, einn af þeim sem voru í forsvari fyrir kjölfestufjárfestana lýsti miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í samtali við fréttastofu og sagði hana geta sett strik í reikninginn í vexti og viðgangi fyrirtækisins. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair segir þessa ákvörðun vanhugsaða og segir að stjórnvöld verði að gera gangskör í að kynna hvað búi að baki. Hann segir engum vafa undirorpið að mögulega sé verið að fórna miklum hagsmunum enda velti ferðaþjónustan í landinu allt að hundrað milljónum króna á ári. Jón segir að fyrsta afbókunin frá stórum ferðaheildsala hafi borist í dag. Sendiherra Ísland í Lundúnum var kallaður á fund Ben Bradshaw sjávarútvegsráðherra Breta þar sem hann ítrekaði andúð - ef ekki andstyggð - breska ríkisins á hvalveiðum íslendinga. Hvalaskoðunarsamtök Íslands fordæmdu þessa ákvörðun Einars K Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra í dag og skorðu á Sturlu Böðvarsson, ráðherra ferðamála að beita sér fyrir endurskoðun ákvörðunarinnar í ríkisstjórninni. Stefán Guðmundsson sem rekur hvalaskoðunarfyrirtæki harmar þessar hvalveiðar - telur þær vera skðaræði - en leggur til millileið. Hann telur að rétt sé að skilgreina risastór griðarsvæð fyrir hvali í grennd við landið þar sem hvalveiðar verði bannaðar. Ef menn vilji veiða hvali eigi að gera það af frystitogurum þar sem hvalirnir eru skornir um borð og koma helst ekki að landi nema í "pappakössum" - jafnvel í skjóli nætur. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir hvalveiðar vanhugsaðar og geti valdið félaginu miklum skaða. Fyrsta afbókun frá stórum ferðaheildsala barst fyrirtækinu nú síðdegis.Eigandi hvalaskoðunarfyrirtækis leggur til að farin verði eins konar millileið í hvalveiðimálinu og leggur til að afmörkuð verði stór hval-griðasvæði við landið. Icelandair hefur mikla hagsmuni að verja í hvalveiðimálinu og hefur ekki farið varhluta af andúð erlendis gegn þessum veiðum. Nýverið skipti félagið um eigendur í tugmilljarða viðskiptum þar sem miklum sóknarhug var lýst. Finnur Ingólfsson, einn af þeim sem voru í forsvari fyrir kjölfestufjárfestana lýsti miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í samtali við fréttastofu og sagði hana geta sett strik í reikninginn í vexti og viðgangi fyrirtækisins. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair segir þessa ákvörðun vanhugsaða og segir að stjórnvöld verði að gera gangskör í að kynna hvað búi að baki. Hann segir engum vafa undirorpið að mögulega sé verið að fórna miklum hagsmunum enda velti ferðaþjónustan í landinu allt að hundrað milljónum króna á ári. Jón segir að fyrsta afbókunin frá stórum ferðaheildsala hafi borist í dag. Sendiherra Ísland í Lundúnum var kallaður á fund Ben Bradshaw sjávarútvegsráðherra Breta þar sem hann ítrekaði andúð - ef ekki andstyggð - breska ríkisins á hvalveiðum íslendinga. Hvalaskoðunarsamtök Íslands fordæmdu þessa ákvörðun Einars K Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra í dag og skorðu á Sturlu Böðvarsson, ráðherra ferðamála að beita sér fyrir endurskoðun ákvörðunarinnar í ríkisstjórninni. Stefán Guðmundsson sem rekur hvalaskoðunarfyrirtæki harmar þessar hvalveiðar - telur þær vera skðaræði - en leggur til millileið. Hann telur að rétt sé að skilgreina risastór griðarsvæð fyrir hvali í grennd við landið þar sem hvalveiðar verði bannaðar. Ef menn vilji veiða hvali eigi að gera það af frystitogurum þar sem hvalirnir eru skornir um borð og koma helst ekki að landi nema í "pappakössum" - jafnvel í skjóli nætur.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira