Óánægðir með að vera kallaðir "jeppagengi" 26. október 2006 19:17 Íslenskir starfsmenn friðargæslunnar í Afganistan eru afar óánægðir með tal utanríkisráðherra um að þeir hafi starfað í "jeppagengjum", en ráðherrann vill mýkja ásýnd friðargæslunnar. Íslensk hjúkrunarkona og ljósmóðir eru nú í Afganistan og hefja störf á laugardag. Þær verða ávallt í fylgd vopnaðra fylgdarmanna. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra vill breyta ásýnd friðargæslunnar og draga eins og kostur er úr því að íslendingar beri vopn og vera hluti af hernaðarkerfi. Íslenskir friðargæsluliðar í Afganistan hafa klæðst herbúningum og borið vopn til sjálfsvarnar. Hluti þeirra hefur verið í eftirlitssveitum á sérbúnum jeppum sem sendir voru frá Íslandi. Nokkrir þeirra hafa í samtali við fréttastofu lýst mikilli óánægju með orðaval utanríkisráðherra þegar hún vísaði til þeirra sem "jeppagengi". Fannst þeim felast í þessu óvirðing við þeirra störf - en enginn vildi koma fram undir nafni. Ráðherra virðist vilja draga úr þessum broddi og þakkar þeim fyrir vel unnin störf í pistli á heimasíðu sinni í dag. Íslenskur hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir eru nú í Afganistan og munu á laugardag byrja að fræða heimamenn. Að sögn Önnu Jóhannsdóttur, yfirmann friðargæslunnar munu þær ekki bera vopn. Þær munu þó njóta verndar vopnaðra manna þegar þær fara á milli staða, og munu íslenskir og litháískir friðargæsluliðar sinna því verkefni. Alls eru 14 Íslendingar að störfum í Afganistan. Allir starfa þeir undir merkjum ISAF á vegum Atlantshafsbandalagsins. Fréttir Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Íslenskir starfsmenn friðargæslunnar í Afganistan eru afar óánægðir með tal utanríkisráðherra um að þeir hafi starfað í "jeppagengjum", en ráðherrann vill mýkja ásýnd friðargæslunnar. Íslensk hjúkrunarkona og ljósmóðir eru nú í Afganistan og hefja störf á laugardag. Þær verða ávallt í fylgd vopnaðra fylgdarmanna. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra vill breyta ásýnd friðargæslunnar og draga eins og kostur er úr því að íslendingar beri vopn og vera hluti af hernaðarkerfi. Íslenskir friðargæsluliðar í Afganistan hafa klæðst herbúningum og borið vopn til sjálfsvarnar. Hluti þeirra hefur verið í eftirlitssveitum á sérbúnum jeppum sem sendir voru frá Íslandi. Nokkrir þeirra hafa í samtali við fréttastofu lýst mikilli óánægju með orðaval utanríkisráðherra þegar hún vísaði til þeirra sem "jeppagengi". Fannst þeim felast í þessu óvirðing við þeirra störf - en enginn vildi koma fram undir nafni. Ráðherra virðist vilja draga úr þessum broddi og þakkar þeim fyrir vel unnin störf í pistli á heimasíðu sinni í dag. Íslenskur hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir eru nú í Afganistan og munu á laugardag byrja að fræða heimamenn. Að sögn Önnu Jóhannsdóttur, yfirmann friðargæslunnar munu þær ekki bera vopn. Þær munu þó njóta verndar vopnaðra manna þegar þær fara á milli staða, og munu íslenskir og litháískir friðargæsluliðar sinna því verkefni. Alls eru 14 Íslendingar að störfum í Afganistan. Allir starfa þeir undir merkjum ISAF á vegum Atlantshafsbandalagsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira