Innlent

Lífeyrisgreiðslur TR 44 milljarðar á næsta ári

MYND/Pjetur

Búist er við að lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar verði 44 milljarðar króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið. Fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins að miðað við þetta hafi útgjöld til lífeyristrygginga aukist um 84 prósent á árunum 1998 til 2007 að teknu tilliti til verðlagsbreytinga.

Skýringa á auknum útgjöldum er að sögn fjármálaráðuneytisins að leita í mikilli fjölgun örorkulífeyrisþega og ýmsum sérstökum hækkunum á lífeyrisgreiðslum. Áætlað er að örorkulífeyrisþegum fjölgi um sex þúsund á þessu tímabili, eða um 77 prósent, en ellilífeyrisþegum fjölgar hins vegar um 12 prósent á sama tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×