Íslensk stjórnvöld hyggjast bjóða Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fram sem næsta aðalritara norrænu ráðherranefndarinnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum útvarps.
Í samtali við fréttastofu NFS í kvöld vildi Jónína Bjartmarz, samstarfsráðherra Norðurlandanna, hvorki neita þessu né játa.