Erlendir ríkisborgar fylla þriðjung nýrra starfa 24. október 2006 10:24 Erlendir ríkisborgarar hafa fyllt um þriðjung þeirra um það bil níu þúsund starfa sem orðið hafa til á yfirstandandi hagvaxtarskeiði. Til samanburðar urðu til ellefu þúsund ný störf í síðustu uppsveiflu og þá fylltu erlendir ríkisborgarar um fjórðung þeirra. Þetta kemur fram haustsskýrslu Þjóðarbúskaparins sem fjármálaráðuneytið gefur út. Þar kemur einnig fram að hlutfall erlendra ríkisborgara af starfandi fólki í landinu hefur aukist úr rúmum tveimur prósentum árið 1998 í fimm og hálft prósent í fyrra, sem sagt um það bil tvöfaldast á sjö árum. Jafnframt hefur erlendum ríkisborgurum að störfum fjölgað úr 3.400 í níu þúsund á tímabilinu. Segir á vef fjármálaráðuneytisins að allan þennan tíma hafi megináhrifavaldur aðflutningsins verið eftirspurn íslenskra atvinnurekenda eftir vinnuafli og því hefur atvinnuþátttaka erlendra ríkisborgara á starfsaldri verið há. Tölur fjármálaráðuneytisins leiða einnig í ljós að erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað mest í mannvirkjagerð, en þar skipa þeir yfir 40 prósent af nýjum störfum. Hlutfall erlendra starfsmanna er litlu lægra í vexti starfa í hótel- og veitingaþjónustu. Í fiskveiðum, fiskvinnslu og öðrum iðnaði hefur starfsmönnum fækkað samtals um tæplega 6.000 á tímabilinu en þrátt fyrir það fjölgaði erlendum starfsmönnum í þessum greinum um rúmlega þúsund. Í heilbrigðis- og félagsþjónustu, þar sem störfum hefur fjölgað um 5.000, var tíundi hver nýr starfsmaður erlendur. Minnst hefur erlendum starfsmönnum hins vegar fjölgað í fjármálaþjónustu og fræðslustarfsemi. Fréttir Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Erlendir ríkisborgarar hafa fyllt um þriðjung þeirra um það bil níu þúsund starfa sem orðið hafa til á yfirstandandi hagvaxtarskeiði. Til samanburðar urðu til ellefu þúsund ný störf í síðustu uppsveiflu og þá fylltu erlendir ríkisborgarar um fjórðung þeirra. Þetta kemur fram haustsskýrslu Þjóðarbúskaparins sem fjármálaráðuneytið gefur út. Þar kemur einnig fram að hlutfall erlendra ríkisborgara af starfandi fólki í landinu hefur aukist úr rúmum tveimur prósentum árið 1998 í fimm og hálft prósent í fyrra, sem sagt um það bil tvöfaldast á sjö árum. Jafnframt hefur erlendum ríkisborgurum að störfum fjölgað úr 3.400 í níu þúsund á tímabilinu. Segir á vef fjármálaráðuneytisins að allan þennan tíma hafi megináhrifavaldur aðflutningsins verið eftirspurn íslenskra atvinnurekenda eftir vinnuafli og því hefur atvinnuþátttaka erlendra ríkisborgara á starfsaldri verið há. Tölur fjármálaráðuneytisins leiða einnig í ljós að erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað mest í mannvirkjagerð, en þar skipa þeir yfir 40 prósent af nýjum störfum. Hlutfall erlendra starfsmanna er litlu lægra í vexti starfa í hótel- og veitingaþjónustu. Í fiskveiðum, fiskvinnslu og öðrum iðnaði hefur starfsmönnum fækkað samtals um tæplega 6.000 á tímabilinu en þrátt fyrir það fjölgaði erlendum starfsmönnum í þessum greinum um rúmlega þúsund. Í heilbrigðis- og félagsþjónustu, þar sem störfum hefur fjölgað um 5.000, var tíundi hver nýr starfsmaður erlendur. Minnst hefur erlendum starfsmönnum hins vegar fjölgað í fjármálaþjónustu og fræðslustarfsemi.
Fréttir Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira