Ögmundur Jónasson skammar Jón Baldvin vegna njósnamáls 22. október 2006 15:01 Ögmundur Jónasson MYND/ Hari Hari Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, er harðorður í garð Jóns Baldvins Hannibalssonar, á heimasíðu sinni, vegna framkomu hans við Svavar Gestsson, meðan Jón Baldvin var utanríkisráðherra. Ögmundur krafðist þess að Jón Baldvin bæði Svavar afsökunar, en því hafnaði Jón Baldvin. Í tilefni af því segir Ögmundur á heimasíðu sinni: „Af viðbrögðunum að dæma virðist Jón Baldvin vera blindur á það sem málið snýst um. Það snýst um siðferði í stjórnmálum og öndverðuna einnig: siðleysi. Kjarninn er eftirfarandi: 1. JBH lét kanna hjá erlendum leyniþjónustumönnum feril manns sem sat með honum í ríkisstjórn. Hann lét þennan meðráðherra sinn ekki vita. Það er siðleysi. 2. JBH lét meðráðherra sinn ekki vita þegar könnuninni var lokið þó þeir sætu áfram saman í ríkisstjórn hlið við hlið. Í könnuninni kom þó fram að SG var eiginlega þríheilagur: Þrjár leyniþjónustur höfðu svarað til um íslenska námsmenn austantjalds: Vestur-þýsk, CIA og íslenska leyniþjónustan. 3. Hann lét SG ekki vita um niðurstöðuna þegar pólitískir andstæðingar hans neru honum því um nasir að hafa unnið fyrir Austur-Þjóðverja og lugu upp á hann fádæma óþverrahætti í ljósi þessa. 4. Hann lét SG ekki vita um niðurstöðuna þegar mynd af honum var birt á kápu bókarinnar Liðsmenn Moskvu - sem út kom um miðjan tíunda áratuginn - og þar með gefið í skyn að þar færi sérlegur agent Kremlar. Í bókinni var ekkert fjallað um SG en eftir sat myndin. 5. Hann lét SG ekki vita um niðurstöðuna þegar gerður var heill sjónvarpsþáttur rétt fyrir kosningarnar 1995 þar sem sömu dylgjum var flaggað frammi fyrir alþjóð." Þetta þykir Ögmundi ekki stórmannlegt. Fréttir Innlent Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, er harðorður í garð Jóns Baldvins Hannibalssonar, á heimasíðu sinni, vegna framkomu hans við Svavar Gestsson, meðan Jón Baldvin var utanríkisráðherra. Ögmundur krafðist þess að Jón Baldvin bæði Svavar afsökunar, en því hafnaði Jón Baldvin. Í tilefni af því segir Ögmundur á heimasíðu sinni: „Af viðbrögðunum að dæma virðist Jón Baldvin vera blindur á það sem málið snýst um. Það snýst um siðferði í stjórnmálum og öndverðuna einnig: siðleysi. Kjarninn er eftirfarandi: 1. JBH lét kanna hjá erlendum leyniþjónustumönnum feril manns sem sat með honum í ríkisstjórn. Hann lét þennan meðráðherra sinn ekki vita. Það er siðleysi. 2. JBH lét meðráðherra sinn ekki vita þegar könnuninni var lokið þó þeir sætu áfram saman í ríkisstjórn hlið við hlið. Í könnuninni kom þó fram að SG var eiginlega þríheilagur: Þrjár leyniþjónustur höfðu svarað til um íslenska námsmenn austantjalds: Vestur-þýsk, CIA og íslenska leyniþjónustan. 3. Hann lét SG ekki vita um niðurstöðuna þegar pólitískir andstæðingar hans neru honum því um nasir að hafa unnið fyrir Austur-Þjóðverja og lugu upp á hann fádæma óþverrahætti í ljósi þessa. 4. Hann lét SG ekki vita um niðurstöðuna þegar mynd af honum var birt á kápu bókarinnar Liðsmenn Moskvu - sem út kom um miðjan tíunda áratuginn - og þar með gefið í skyn að þar færi sérlegur agent Kremlar. Í bókinni var ekkert fjallað um SG en eftir sat myndin. 5. Hann lét SG ekki vita um niðurstöðuna þegar gerður var heill sjónvarpsþáttur rétt fyrir kosningarnar 1995 þar sem sömu dylgjum var flaggað frammi fyrir alþjóð." Þetta þykir Ögmundi ekki stórmannlegt.
Fréttir Innlent Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira