Ögmundur Jónasson skammar Jón Baldvin vegna njósnamáls 22. október 2006 15:01 Ögmundur Jónasson MYND/ Hari Hari Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, er harðorður í garð Jóns Baldvins Hannibalssonar, á heimasíðu sinni, vegna framkomu hans við Svavar Gestsson, meðan Jón Baldvin var utanríkisráðherra. Ögmundur krafðist þess að Jón Baldvin bæði Svavar afsökunar, en því hafnaði Jón Baldvin. Í tilefni af því segir Ögmundur á heimasíðu sinni: „Af viðbrögðunum að dæma virðist Jón Baldvin vera blindur á það sem málið snýst um. Það snýst um siðferði í stjórnmálum og öndverðuna einnig: siðleysi. Kjarninn er eftirfarandi: 1. JBH lét kanna hjá erlendum leyniþjónustumönnum feril manns sem sat með honum í ríkisstjórn. Hann lét þennan meðráðherra sinn ekki vita. Það er siðleysi. 2. JBH lét meðráðherra sinn ekki vita þegar könnuninni var lokið þó þeir sætu áfram saman í ríkisstjórn hlið við hlið. Í könnuninni kom þó fram að SG var eiginlega þríheilagur: Þrjár leyniþjónustur höfðu svarað til um íslenska námsmenn austantjalds: Vestur-þýsk, CIA og íslenska leyniþjónustan. 3. Hann lét SG ekki vita um niðurstöðuna þegar pólitískir andstæðingar hans neru honum því um nasir að hafa unnið fyrir Austur-Þjóðverja og lugu upp á hann fádæma óþverrahætti í ljósi þessa. 4. Hann lét SG ekki vita um niðurstöðuna þegar mynd af honum var birt á kápu bókarinnar Liðsmenn Moskvu - sem út kom um miðjan tíunda áratuginn - og þar með gefið í skyn að þar færi sérlegur agent Kremlar. Í bókinni var ekkert fjallað um SG en eftir sat myndin. 5. Hann lét SG ekki vita um niðurstöðuna þegar gerður var heill sjónvarpsþáttur rétt fyrir kosningarnar 1995 þar sem sömu dylgjum var flaggað frammi fyrir alþjóð." Þetta þykir Ögmundi ekki stórmannlegt. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, er harðorður í garð Jóns Baldvins Hannibalssonar, á heimasíðu sinni, vegna framkomu hans við Svavar Gestsson, meðan Jón Baldvin var utanríkisráðherra. Ögmundur krafðist þess að Jón Baldvin bæði Svavar afsökunar, en því hafnaði Jón Baldvin. Í tilefni af því segir Ögmundur á heimasíðu sinni: „Af viðbrögðunum að dæma virðist Jón Baldvin vera blindur á það sem málið snýst um. Það snýst um siðferði í stjórnmálum og öndverðuna einnig: siðleysi. Kjarninn er eftirfarandi: 1. JBH lét kanna hjá erlendum leyniþjónustumönnum feril manns sem sat með honum í ríkisstjórn. Hann lét þennan meðráðherra sinn ekki vita. Það er siðleysi. 2. JBH lét meðráðherra sinn ekki vita þegar könnuninni var lokið þó þeir sætu áfram saman í ríkisstjórn hlið við hlið. Í könnuninni kom þó fram að SG var eiginlega þríheilagur: Þrjár leyniþjónustur höfðu svarað til um íslenska námsmenn austantjalds: Vestur-þýsk, CIA og íslenska leyniþjónustan. 3. Hann lét SG ekki vita um niðurstöðuna þegar pólitískir andstæðingar hans neru honum því um nasir að hafa unnið fyrir Austur-Þjóðverja og lugu upp á hann fádæma óþverrahætti í ljósi þessa. 4. Hann lét SG ekki vita um niðurstöðuna þegar mynd af honum var birt á kápu bókarinnar Liðsmenn Moskvu - sem út kom um miðjan tíunda áratuginn - og þar með gefið í skyn að þar færi sérlegur agent Kremlar. Í bókinni var ekkert fjallað um SG en eftir sat myndin. 5. Hann lét SG ekki vita um niðurstöðuna þegar gerður var heill sjónvarpsþáttur rétt fyrir kosningarnar 1995 þar sem sömu dylgjum var flaggað frammi fyrir alþjóð." Þetta þykir Ögmundi ekki stórmannlegt.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira