Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun hugsanlega í leyfisleysi 20. október 2006 19:14 Grunur leikur á að framkvæmdir við annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar séu í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur farið fram á greinargerð frá Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitastjórn Ölfuss vegna málsins. Fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar verður vígður með pompi og pragt á morgun. Annar áfangi virkjunarinnar á Skarðsmýrarfjalli á að komast í gagnið árið 2008. Sú framkvæmd er ekki inni í aðalskipulagi Ölfusshrepps en Orkuveita Reykjavíkur telur sig hafa bráðabirgðaleyfi frá sveitastjórninni. Stefán Thors skipulagsstjóri segir margt benda til þess að menn hafi farið fram úr sér. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir greinargerð frá Orkuveitunni og Sveitarstjórninni. Framkvæmdaleyfi þarf alltaf að vera í samræmi við skipulag eða mat á umhverfisáhrifum. Ekkert er til sem heitir takmarkað framkvæmdaleyfi eða bráðabirgðaleyfi. Við smærri framkvæmdir eru hinsvegar dæmi um takmarkað byggingaleyfi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir það alveg rétt að það sé ekki búið að samþykkja aðal- og deiliskipulag á þessu svæði, en þetta séu tilraunaverkefni og eftir að reyna á hvort á svæðinu verði einhver starfsemi. Hann segir að heimilað hafi verið að lagfæra gamla vegaslóða á svæðinu og gera þessar tilraunaboranir. Það sé bráðabirgðaframkvæmdaleyfi sem bæjarstjórnin telji að byggi á því að svæðið sé raskað og þar hafi verið gamlir vegaslóðar sem hafi tilheyrt skíðasvæði. Tilraunir þar séu því heimilar samkvæmt þessari forsögu. Sveitarstjórnin sjálf getur látið stöðva framkvæmdir meðan vafi leikur á að þar hafi verið farið fram úr heimildum. Það getur Úrskurðarnefnd Skipulags og byggingamála líka gert ef framkvæmdin er kærð til hennar. Það hefur ekki verið gert. Árni Finnsson framkvæmdastjóri Náttúrverndarsamtaka Íslands segir málið enn eitt dæmi um frumskógarlögmálið. Embættismenn yppti bara öxlum og stjórnmálamenn líti undan. Orkuveitan sé að borga 500 milljónir til sveitarfélagsins vegna samnings um þessa orkusölu, þar af fari 7 milljónir til stjórnsýslunnar. Á sama tíma sé sveitarfélagið ekki fært um að stunda almennilega stjórnsýslu og veita rétt leyfi. Það virðist sem peningar Orkuveitunnar skipti meira máli en að rétt sé farið að. Árni segir að það hljóti að koma að því að umhverfisráðherra, sem sé líka skipulagsráðherra, líti á málið og spyrji hvað sé hægt að gera betur. Hann telur að þetta mál sé ekki einsdæmi. 1.500 manns er boðið að vera við vígslu Hellisheiðarvirkjunar á morgun. Frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfi fyrsta áfanga virkjunarinnar rann þó ekki út fyrr en 16. október, viku eftir að boðskortin voru send út. Fréttir Innlent Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Grunur leikur á að framkvæmdir við annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar séu í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur farið fram á greinargerð frá Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitastjórn Ölfuss vegna málsins. Fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar verður vígður með pompi og pragt á morgun. Annar áfangi virkjunarinnar á Skarðsmýrarfjalli á að komast í gagnið árið 2008. Sú framkvæmd er ekki inni í aðalskipulagi Ölfusshrepps en Orkuveita Reykjavíkur telur sig hafa bráðabirgðaleyfi frá sveitastjórninni. Stefán Thors skipulagsstjóri segir margt benda til þess að menn hafi farið fram úr sér. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir greinargerð frá Orkuveitunni og Sveitarstjórninni. Framkvæmdaleyfi þarf alltaf að vera í samræmi við skipulag eða mat á umhverfisáhrifum. Ekkert er til sem heitir takmarkað framkvæmdaleyfi eða bráðabirgðaleyfi. Við smærri framkvæmdir eru hinsvegar dæmi um takmarkað byggingaleyfi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir það alveg rétt að það sé ekki búið að samþykkja aðal- og deiliskipulag á þessu svæði, en þetta séu tilraunaverkefni og eftir að reyna á hvort á svæðinu verði einhver starfsemi. Hann segir að heimilað hafi verið að lagfæra gamla vegaslóða á svæðinu og gera þessar tilraunaboranir. Það sé bráðabirgðaframkvæmdaleyfi sem bæjarstjórnin telji að byggi á því að svæðið sé raskað og þar hafi verið gamlir vegaslóðar sem hafi tilheyrt skíðasvæði. Tilraunir þar séu því heimilar samkvæmt þessari forsögu. Sveitarstjórnin sjálf getur látið stöðva framkvæmdir meðan vafi leikur á að þar hafi verið farið fram úr heimildum. Það getur Úrskurðarnefnd Skipulags og byggingamála líka gert ef framkvæmdin er kærð til hennar. Það hefur ekki verið gert. Árni Finnsson framkvæmdastjóri Náttúrverndarsamtaka Íslands segir málið enn eitt dæmi um frumskógarlögmálið. Embættismenn yppti bara öxlum og stjórnmálamenn líti undan. Orkuveitan sé að borga 500 milljónir til sveitarfélagsins vegna samnings um þessa orkusölu, þar af fari 7 milljónir til stjórnsýslunnar. Á sama tíma sé sveitarfélagið ekki fært um að stunda almennilega stjórnsýslu og veita rétt leyfi. Það virðist sem peningar Orkuveitunnar skipti meira máli en að rétt sé farið að. Árni segir að það hljóti að koma að því að umhverfisráðherra, sem sé líka skipulagsráðherra, líti á málið og spyrji hvað sé hægt að gera betur. Hann telur að þetta mál sé ekki einsdæmi. 1.500 manns er boðið að vera við vígslu Hellisheiðarvirkjunar á morgun. Frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfi fyrsta áfanga virkjunarinnar rann þó ekki út fyrr en 16. október, viku eftir að boðskortin voru send út.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira