Lög um Námsgagnastofnun verði endurskoðuð 20. október 2006 10:09 Samkeppniseftirlitið beinir því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á lögum og reglum sem varða útgáfu og sölu Námsgagnastofnunar á kennsluefni fyrir grunnskólanema með hliðsjón af markmiði og ákvæðum samkeppnislaga. Enn fremur beinir eftirlitið þeim fyrirmælum til stofnunarinnar að skilið verði fjárhagslega á milli lögbundins rekstrar og rekstrar sem er í samkeppni við einkaaðila.Þessa úrskurði felldi Samkeppniseftirlitið eftir að sjálfstæðir útgefendur námsefnis, Árni Árnason og Æskan, höfðu kvartað yfir því að starfshættir Námsgagnastofnunar og lagaumhverfi hennar væru samkeppnishindrandi og að grunnskólar gætu ekki nýtt sér námsefni sem aðrir en stofnun hefði samið.Héldu sjálfstæðir útgefendur því fram að með svokölluðu kvótakerfi sem Námsgagnastofnun breytti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta hefði stofnunin gert sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólana. Jafnframt kvörtuðu áðurnefndir útgefendur námsefnis yfir því að Námsgagnastofnun hefði það kennsluefni sem hún framleiðir fyrir grunnskóla til sölu á almennum markaði á verði sem ekki væri unnt að keppa við.Samkeppniseftirlitið metur það svo að þær samkeppnishindranir sem eru á markaðnum megi að miklu leyti rekja til þess lagaumhverfis sem markaðurinn býr við en lög um Námsgagnastofnun eru frá árinu 1990 og reglugerð frá árinu 1980. Hvort tveggja hafi tekið gildi nokkru fyrir gildistöku samkeppnislaga. Þar að auki skilji stofnuna ekki á milli á milli þeirrar lögbundnu starfsemi sinnar annars vegar að sjá grunnskólum landsins fyrir náms- og kennslugögnum og þeirrar starfsemi hins vegar sem felst í að selja útgefið efni stofnunarinnar á almennan markað í samkeppni við einkaaðila. Telur Samkeppniseftirlitið því að í raun sé unnið gegn því að samkeppni fái þrifist í útgáfu og sölu á námsefni og að lög og reglur sem gildi um Námsgagnastofnun séu í mótsögn við markmið samkeppnislaga. Þá sé starfshættir Námsgagnastofnunar því marki brenndir að draga úr og torvelda samkeppni og þess vegna hafi þeim sem reynt hafi að hasla sér völl á vettvangnum orðið lítt ágegnt. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er ekki ástæða til að ætla annað en að samkeppni geti þrifist við útgáfu og sölu kennsluefnis fyrir grunnskólanema verði lagaumhverfi lagað að breyttum háttum. Slík samkeppni er til þess fallin að stuðla að fjölbreyttara kennsluefni og auka gæði þess.Með vísan til framanritaðs beinir Samkeppniseftirlitið því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir að lög og reglur sem varða Námsgagnastofnun verði teknar til skoðunar með hliðsjón af samkeppnislögum. Þá er Námsgangastofnun gert að laga starfshætti sína að samkeppnislögum," segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið beinir því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á lögum og reglum sem varða útgáfu og sölu Námsgagnastofnunar á kennsluefni fyrir grunnskólanema með hliðsjón af markmiði og ákvæðum samkeppnislaga. Enn fremur beinir eftirlitið þeim fyrirmælum til stofnunarinnar að skilið verði fjárhagslega á milli lögbundins rekstrar og rekstrar sem er í samkeppni við einkaaðila.Þessa úrskurði felldi Samkeppniseftirlitið eftir að sjálfstæðir útgefendur námsefnis, Árni Árnason og Æskan, höfðu kvartað yfir því að starfshættir Námsgagnastofnunar og lagaumhverfi hennar væru samkeppnishindrandi og að grunnskólar gætu ekki nýtt sér námsefni sem aðrir en stofnun hefði samið.Héldu sjálfstæðir útgefendur því fram að með svokölluðu kvótakerfi sem Námsgagnastofnun breytti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta hefði stofnunin gert sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólana. Jafnframt kvörtuðu áðurnefndir útgefendur námsefnis yfir því að Námsgagnastofnun hefði það kennsluefni sem hún framleiðir fyrir grunnskóla til sölu á almennum markaði á verði sem ekki væri unnt að keppa við.Samkeppniseftirlitið metur það svo að þær samkeppnishindranir sem eru á markaðnum megi að miklu leyti rekja til þess lagaumhverfis sem markaðurinn býr við en lög um Námsgagnastofnun eru frá árinu 1990 og reglugerð frá árinu 1980. Hvort tveggja hafi tekið gildi nokkru fyrir gildistöku samkeppnislaga. Þar að auki skilji stofnuna ekki á milli á milli þeirrar lögbundnu starfsemi sinnar annars vegar að sjá grunnskólum landsins fyrir náms- og kennslugögnum og þeirrar starfsemi hins vegar sem felst í að selja útgefið efni stofnunarinnar á almennan markað í samkeppni við einkaaðila. Telur Samkeppniseftirlitið því að í raun sé unnið gegn því að samkeppni fái þrifist í útgáfu og sölu á námsefni og að lög og reglur sem gildi um Námsgagnastofnun séu í mótsögn við markmið samkeppnislaga. Þá sé starfshættir Námsgagnastofnunar því marki brenndir að draga úr og torvelda samkeppni og þess vegna hafi þeim sem reynt hafi að hasla sér völl á vettvangnum orðið lítt ágegnt. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er ekki ástæða til að ætla annað en að samkeppni geti þrifist við útgáfu og sölu kennsluefnis fyrir grunnskólanema verði lagaumhverfi lagað að breyttum háttum. Slík samkeppni er til þess fallin að stuðla að fjölbreyttara kennsluefni og auka gæði þess.Með vísan til framanritaðs beinir Samkeppniseftirlitið því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir að lög og reglur sem varða Námsgagnastofnun verði teknar til skoðunar með hliðsjón af samkeppnislögum. Þá er Námsgangastofnun gert að laga starfshætti sína að samkeppnislögum," segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira