Bannað að nota firmanafnið Orms lyftur 19. október 2006 19:30 Neytendastofa hefur bannað Orms lyftum ehf. að nota firmanafnið Orms lyftur í kjölfar kvörtunar Bræðranna Ormsson ehf. og Íslandslyfta ehf. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu að hún telur að Orms lyftur ehf. hafi með notkun trúnaðarupplýsinga úr rekstri Bræðranna Ormsson ehf., með bréfi til viðskiptavina og með notkun firmanafnsins Orms lyftur ehf. brotið gegn ákvæðum um atvinnuleyndarmál og firmanöfn í lögum um óréttmæta viðskiptahætti. Í erindi Bræðranna Ormsson og Íslandslyfta til Neytendastofu segir að Bræðurnir Ormsson hafi rekið lyftudeild, sem hafi annast uppsetningu og viðhald á búnaði sem þeir hafi selt. Gerðir hafi verið þjónustusamningar við eigendur lyfta þar sem sinnt hafi verið fyrirbyggjandi viðhaldi og viðgerðavinnu fyrir ákveðna mánaðarlega þóknun. Ákveðið hafi verið að skilja rekstur lyftudeildar fyrirtækisins frá daglegum rekstri og hún hafi verið seld Íslandslyftum þann 5. janúar 2005. Seldar voru allar eignir, starfsemi og rekstur lyftudeildar, allir samningar sem Bræðurnir Ormsson höfðu gert við eigendur lyfta og rúllustiga um viðhald og þjónustu búnaðarins og aðrir samningar við eigendur lyfta sem voru í föstum viðskiptum við Bræðurna Ormsson. Einnig hafi fylgt með kaupunum öll viðskiptavild, sem tengdist rekstri lyftudeildar Bræðranna Ormsson. Þorsteinn Björnsson, deildarstjóri lyftudeildar Bræðranna Ormsson, hafi sætt sig illa við breytingarnar og látið af störfum. Hann hafi stofnað fyrirtækið Orms lyftur í febrúar 2005 og tilgangur þess sé lyftuþjónusta, sala á lyftum, lyftubúnaði og tengdum hlutum. Þorsteinn hafi sett sig í samband við viðskiptavini lyftudeildarinnar í því skyni að reyna að fá þá í viðskipti við Orms lyftur og hann hafi sent þeim bréf sem hafi falið í sér auglýsingu í skilningi samkeppnislaga. Í bréfinu sé að finna ýmsar fullyrðingar og upplýsingar sem feli í sér alvarleg brot gegn lögunum. Fellst Neytendastofa á sjónarmið Bræðranna Ormsson og Íslandslyfta og bannar Orms lyftum að nota firmanafn sitt. Bannið tekur gildi 4 vikum eftir birtingu ákvörðunarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Neytendastofa hefur bannað Orms lyftum ehf. að nota firmanafnið Orms lyftur í kjölfar kvörtunar Bræðranna Ormsson ehf. og Íslandslyfta ehf. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu að hún telur að Orms lyftur ehf. hafi með notkun trúnaðarupplýsinga úr rekstri Bræðranna Ormsson ehf., með bréfi til viðskiptavina og með notkun firmanafnsins Orms lyftur ehf. brotið gegn ákvæðum um atvinnuleyndarmál og firmanöfn í lögum um óréttmæta viðskiptahætti. Í erindi Bræðranna Ormsson og Íslandslyfta til Neytendastofu segir að Bræðurnir Ormsson hafi rekið lyftudeild, sem hafi annast uppsetningu og viðhald á búnaði sem þeir hafi selt. Gerðir hafi verið þjónustusamningar við eigendur lyfta þar sem sinnt hafi verið fyrirbyggjandi viðhaldi og viðgerðavinnu fyrir ákveðna mánaðarlega þóknun. Ákveðið hafi verið að skilja rekstur lyftudeildar fyrirtækisins frá daglegum rekstri og hún hafi verið seld Íslandslyftum þann 5. janúar 2005. Seldar voru allar eignir, starfsemi og rekstur lyftudeildar, allir samningar sem Bræðurnir Ormsson höfðu gert við eigendur lyfta og rúllustiga um viðhald og þjónustu búnaðarins og aðrir samningar við eigendur lyfta sem voru í föstum viðskiptum við Bræðurna Ormsson. Einnig hafi fylgt með kaupunum öll viðskiptavild, sem tengdist rekstri lyftudeildar Bræðranna Ormsson. Þorsteinn Björnsson, deildarstjóri lyftudeildar Bræðranna Ormsson, hafi sætt sig illa við breytingarnar og látið af störfum. Hann hafi stofnað fyrirtækið Orms lyftur í febrúar 2005 og tilgangur þess sé lyftuþjónusta, sala á lyftum, lyftubúnaði og tengdum hlutum. Þorsteinn hafi sett sig í samband við viðskiptavini lyftudeildarinnar í því skyni að reyna að fá þá í viðskipti við Orms lyftur og hann hafi sent þeim bréf sem hafi falið í sér auglýsingu í skilningi samkeppnislaga. Í bréfinu sé að finna ýmsar fullyrðingar og upplýsingar sem feli í sér alvarleg brot gegn lögunum. Fellst Neytendastofa á sjónarmið Bræðranna Ormsson og Íslandslyfta og bannar Orms lyftum að nota firmanafn sitt. Bannið tekur gildi 4 vikum eftir birtingu ákvörðunarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira