Takmörkun réttinda og harðari viðurlög við hraðakstri 19. október 2006 12:45 1200 ökumenn óku á 150-200 km hraða á Esjumelum í júní, júlí og ágúst MYND/E.Ól Samgönguráðherra boðar harðari viðurlög við hraðakstri og takmörkun á réttindum ungra ökumanna sem hefðu gerst sekir um ofsaakstur í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Það var Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna og benti á að 22 hefðu nú látist í umferðinni á árinu og að tölur sýndu að umferðarslys yrði á þriggja klukkustunda fresti í landinu. Sagði hann að neyðarástand ríkti í umferðinni meðal annars vegna ofsaaksturs og að umferðarmenningu hefði í raun hrakað þrátt fyrir aukinn öryggisbúnað í bílum og betri vegi. Spurði Hjálmar samgönguráðherra hvort til greina kæmi að þyngja refsiákvæði fyrir hraðakstur og svipta ökuníðinga jafnvel bílum sínum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra benti á að umferðaröryggisáætlun hefði verið felld inn í samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008 og með því væru verkefni sem lytu að umferðaröryggi skýrt skilgreind. Ljóst væri þó að ofsaakstur og óvarkárni yllu því að slys væru of tíð. Sagði ráðherra menn hafa beint sjónum sínum að ofsaakstri að undanförnu og nefndi sem dæmi að 1200 ökumenn hefðu ekið á 150-200 km hraða á Esjumelum í júní, júlí og ágúst. Slíkar tölur sýndu að ástandið væri skelfilegt. Sturla sagði að erlendis hefðu eftirlit og hörð viðurlög gagnast best og að þessu væri unnið. Breytingar væru undirbúnar á umferðarlögum til þess að beita þeim aðferðum sem talið væri að dygðu og unnið með lögreglu og Vegagerð að auknu eftirliti á völdum stöðum á landinu. Gefin yrði út reglugerð á næstunni þar sem viðurlög við hraðakstri yrðu þyngd umtalsvert og þá sagði Sturla unnið að breytingum á lögum sem takmarka réttindi ungra ökumanna sem uppvísir verða að ofsaakstri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Samgönguráðherra boðar harðari viðurlög við hraðakstri og takmörkun á réttindum ungra ökumanna sem hefðu gerst sekir um ofsaakstur í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Það var Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna og benti á að 22 hefðu nú látist í umferðinni á árinu og að tölur sýndu að umferðarslys yrði á þriggja klukkustunda fresti í landinu. Sagði hann að neyðarástand ríkti í umferðinni meðal annars vegna ofsaaksturs og að umferðarmenningu hefði í raun hrakað þrátt fyrir aukinn öryggisbúnað í bílum og betri vegi. Spurði Hjálmar samgönguráðherra hvort til greina kæmi að þyngja refsiákvæði fyrir hraðakstur og svipta ökuníðinga jafnvel bílum sínum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra benti á að umferðaröryggisáætlun hefði verið felld inn í samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008 og með því væru verkefni sem lytu að umferðaröryggi skýrt skilgreind. Ljóst væri þó að ofsaakstur og óvarkárni yllu því að slys væru of tíð. Sagði ráðherra menn hafa beint sjónum sínum að ofsaakstri að undanförnu og nefndi sem dæmi að 1200 ökumenn hefðu ekið á 150-200 km hraða á Esjumelum í júní, júlí og ágúst. Slíkar tölur sýndu að ástandið væri skelfilegt. Sturla sagði að erlendis hefðu eftirlit og hörð viðurlög gagnast best og að þessu væri unnið. Breytingar væru undirbúnar á umferðarlögum til þess að beita þeim aðferðum sem talið væri að dygðu og unnið með lögreglu og Vegagerð að auknu eftirliti á völdum stöðum á landinu. Gefin yrði út reglugerð á næstunni þar sem viðurlög við hraðakstri yrðu þyngd umtalsvert og þá sagði Sturla unnið að breytingum á lögum sem takmarka réttindi ungra ökumanna sem uppvísir verða að ofsaakstri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira