Lögfræðingur Mjólku gagnrýnir landbúnaðarráðherra 18. október 2006 21:27 Hróbjartur Jónatansson, lögfræðingur Mjólku. MYND/Einar Ólason Hrjóbjartur Jónatansson, lögfræðingur Mjólku, segir óhjákvæilegt að gera athugasemdir við málflutning Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, í Kastljósi Sjónvarpsins mánudaginn 16. október. Þar hafi ráðherra haldið því ranglega fram að Mjólka byggi við jafnræði gagnvart öðrum mjólkurvinnslustöðvum, þvert á nýbirta niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu frá Hróbjarti segir að ráðherra hafi afgreitt áform fyrirtækisins um að leita réttar síns, vegna ólögmætrar mismununar, sem fullyrðingar út í loftið. Segir Hróbjartur að málflutningur ráðherrans sé með miklum ólíkindum og bersýnilegt að hann sé úr takti við raunveruleikann. Ítarleg álitsgerð Samkeppniseftirlits um samkeppnishömlur í mjólkuriðnaði og ákvörðun eftirlitsins um brot Osta- og smjörsölunnar gegn Mjólku sýna svo ekki verður um villst að það sé ekki jafnræði með fyrirtækjum í íslenskum mjólkuriðnaði. Í tilkynningu sinni segir Hróbjartur að það tjói því lítt fyrir ráðherra að halda öðru fram. Samkeppniseftirlitið reki skýrt og greinilega í álitsgerð sinni að mjólkurafurðastöðvum hér á landi sé mismunað og að sumum séu veitt réttindi en öðrum ekki, sem eiga sér ekki málefnalegar forsendur og ekki séu fordæmi um erlendis. Slík mismunun stríði gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Hróbjartur segir það er óskiljanlegt af hverju mjólkuriðnaðurinn, einn allra atvinnugreina í landinu, skuli þurfa undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga ef það sé rétt, sem ráðherrann segi að undanþágan sé gerð með tilliti til hagsmuna neytenda og bænda. Sé þetta rétt hefði verið allsendis óþarfi að gera sérstaka undanþágu fyrir mjólkuriðnaðinn þar sem 15. gr. samkeppnislaga heimilar að undanþágur séu veittar frá banni 10. gr. Samkeppnislaga um samráð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Skilyrði slíkrar undanþágu séu að hún stuðli að bættri framleiðslu eða dreifingu á vöru eða þjónustu eða efli tæknilegar og efnahagslegar framfarir, veiti neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af þeim hlýst, leggi ekki óþörf höft á hlutaðeigandi fyrirtæki eða veiti fyrirtækjum ekki færi á að koma í veg fyrir samkeppni. Það hafi þvi ekki verið nein þörf á að veita undanþáguna ef tryggja átti hag neytenda og bænda. Hróbjartur bætir því við að það virðist blasa við að ráðherrann og umbjóðendur hans í mjólkuriðnaðinum hafi talið þörf fyrir sérstakt undanþáguákvæði í búvörulög vegna þess að þeir hafi ekki haft trú á að mjólkuriðnaðurinn gæti uppfyllt þau skilyrði sem samkeppnislög setja fyrir slíkum undanþágum. Það hafi því verið hagsmunir afurðastöðvanna sem hafi átt að vernda en hvorki hagsmuni neytenda né bænda. Í tilkynningu Hróbjartar segir að samkvæmt mati Samkeppniseftirlitsins eigi undanþágan í búvörulögunum sér ekki málefnalegan grundvöll sem þýði að lögin séu ekki byggð á eðlilegum sjónarmiðum. Landbúnaðarráðherra hafi upplýst að umrætt undanþáguákvæði hafi byggst á áliti þeirra Árna Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns, sem er lögmaður Osta- og smjörsölunnar, og frænda hans Eiríks Tómassonar prófessors sem sé handgenginn Framsóknarflokknum. Ráðherrann hafi hins vegar ekki getið þess að Samkeppniseftirlitið hafi verið andvígt undanþágunni á sínum tíma og ekki haft með í ráðum við undirbúning undanþágunnar. Í ljósi þess hve undanþáguákvæðið sé ívilnandi fyrir afurðastöðvarnar og þess hverjir stóðu að því verði ekki litið öðru vísi á en að undanþágan hafi verið sérpöntuð af afurðastöðvunum sjálfum í samráði við ráðherrann. Hróbjartur bendir á að þessi undanþága í búvörulögum veiti afurðastöðvum rétt til þess að hafa með sér óheft samráð og samstilltar aðgerðir um vinnslu og verðlagningu sinna vara án tillits til þess hvort aðgerðirnar skaði samkeppni eða ekki. Önnur fyrirtæki í landinu, eins og Mjólka, verða hins vegar að lúta samkeppnislögum. Lögbundin mismunun af þessu tagi, sem raski svo verulega rekstrargrundvelli fyrirtækja í innbyrðis samkeppni, verði að styðjast við málefnalegar forsendur svo hún teljist heimil samkvæmt Stjórnarskránni. Það skilyrði hafi ekki verið uppfyllt í þessu tilfelli eins og álit Samkeppniseftirlitsins ber glöggt vitni um og muni Mjólka kanna lagaleg úrræði til þess að uppræta það ástand á mjólkurvörumarkaði sem þessi undanþága hafi kallað fram. Að lokum segir Hróbjartur að það sé hins vegar von Mjólku að stjórnmálamenn breyti búvörulögunum og komi á eðlilegu samkeppnisumhverfi með vörur sem skipti almenning í landinu miklu máli. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Hrjóbjartur Jónatansson, lögfræðingur Mjólku, segir óhjákvæilegt að gera athugasemdir við málflutning Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, í Kastljósi Sjónvarpsins mánudaginn 16. október. Þar hafi ráðherra haldið því ranglega fram að Mjólka byggi við jafnræði gagnvart öðrum mjólkurvinnslustöðvum, þvert á nýbirta niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu frá Hróbjarti segir að ráðherra hafi afgreitt áform fyrirtækisins um að leita réttar síns, vegna ólögmætrar mismununar, sem fullyrðingar út í loftið. Segir Hróbjartur að málflutningur ráðherrans sé með miklum ólíkindum og bersýnilegt að hann sé úr takti við raunveruleikann. Ítarleg álitsgerð Samkeppniseftirlits um samkeppnishömlur í mjólkuriðnaði og ákvörðun eftirlitsins um brot Osta- og smjörsölunnar gegn Mjólku sýna svo ekki verður um villst að það sé ekki jafnræði með fyrirtækjum í íslenskum mjólkuriðnaði. Í tilkynningu sinni segir Hróbjartur að það tjói því lítt fyrir ráðherra að halda öðru fram. Samkeppniseftirlitið reki skýrt og greinilega í álitsgerð sinni að mjólkurafurðastöðvum hér á landi sé mismunað og að sumum séu veitt réttindi en öðrum ekki, sem eiga sér ekki málefnalegar forsendur og ekki séu fordæmi um erlendis. Slík mismunun stríði gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Hróbjartur segir það er óskiljanlegt af hverju mjólkuriðnaðurinn, einn allra atvinnugreina í landinu, skuli þurfa undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga ef það sé rétt, sem ráðherrann segi að undanþágan sé gerð með tilliti til hagsmuna neytenda og bænda. Sé þetta rétt hefði verið allsendis óþarfi að gera sérstaka undanþágu fyrir mjólkuriðnaðinn þar sem 15. gr. samkeppnislaga heimilar að undanþágur séu veittar frá banni 10. gr. Samkeppnislaga um samráð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Skilyrði slíkrar undanþágu séu að hún stuðli að bættri framleiðslu eða dreifingu á vöru eða þjónustu eða efli tæknilegar og efnahagslegar framfarir, veiti neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af þeim hlýst, leggi ekki óþörf höft á hlutaðeigandi fyrirtæki eða veiti fyrirtækjum ekki færi á að koma í veg fyrir samkeppni. Það hafi þvi ekki verið nein þörf á að veita undanþáguna ef tryggja átti hag neytenda og bænda. Hróbjartur bætir því við að það virðist blasa við að ráðherrann og umbjóðendur hans í mjólkuriðnaðinum hafi talið þörf fyrir sérstakt undanþáguákvæði í búvörulög vegna þess að þeir hafi ekki haft trú á að mjólkuriðnaðurinn gæti uppfyllt þau skilyrði sem samkeppnislög setja fyrir slíkum undanþágum. Það hafi því verið hagsmunir afurðastöðvanna sem hafi átt að vernda en hvorki hagsmuni neytenda né bænda. Í tilkynningu Hróbjartar segir að samkvæmt mati Samkeppniseftirlitsins eigi undanþágan í búvörulögunum sér ekki málefnalegan grundvöll sem þýði að lögin séu ekki byggð á eðlilegum sjónarmiðum. Landbúnaðarráðherra hafi upplýst að umrætt undanþáguákvæði hafi byggst á áliti þeirra Árna Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns, sem er lögmaður Osta- og smjörsölunnar, og frænda hans Eiríks Tómassonar prófessors sem sé handgenginn Framsóknarflokknum. Ráðherrann hafi hins vegar ekki getið þess að Samkeppniseftirlitið hafi verið andvígt undanþágunni á sínum tíma og ekki haft með í ráðum við undirbúning undanþágunnar. Í ljósi þess hve undanþáguákvæðið sé ívilnandi fyrir afurðastöðvarnar og þess hverjir stóðu að því verði ekki litið öðru vísi á en að undanþágan hafi verið sérpöntuð af afurðastöðvunum sjálfum í samráði við ráðherrann. Hróbjartur bendir á að þessi undanþága í búvörulögum veiti afurðastöðvum rétt til þess að hafa með sér óheft samráð og samstilltar aðgerðir um vinnslu og verðlagningu sinna vara án tillits til þess hvort aðgerðirnar skaði samkeppni eða ekki. Önnur fyrirtæki í landinu, eins og Mjólka, verða hins vegar að lúta samkeppnislögum. Lögbundin mismunun af þessu tagi, sem raski svo verulega rekstrargrundvelli fyrirtækja í innbyrðis samkeppni, verði að styðjast við málefnalegar forsendur svo hún teljist heimil samkvæmt Stjórnarskránni. Það skilyrði hafi ekki verið uppfyllt í þessu tilfelli eins og álit Samkeppniseftirlitsins ber glöggt vitni um og muni Mjólka kanna lagaleg úrræði til þess að uppræta það ástand á mjólkurvörumarkaði sem þessi undanþága hafi kallað fram. Að lokum segir Hróbjartur að það sé hins vegar von Mjólku að stjórnmálamenn breyti búvörulögunum og komi á eðlilegu samkeppnisumhverfi með vörur sem skipti almenning í landinu miklu máli.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira