Gæti rannsakað án gruns 18. október 2006 18:32 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, var í hádegisviðtalinu á Stöð2 í dag. Þar sagðist hann hafa opnað fyrir umræður um mögulega stofnun íslenskrar leyniþjónustu eftir að niðurstöður nefndar undir formennsku ríkislögreglustjóra lágu fyrir í sumar. Þá gerði nýlegt samkomulag við Bandaríkjamenn ráð fyrir að hér væri stofnun sem gæti rannsakað mál án þess að rökstuddur grunur leiki á um glæpsamlegt athæfi og gæti séð um trúnaðarsamskipti við við sams konar stofnanir annarra þjóða. Ef að yrði sagði Björn að slík stofnun myndi lúta eftirliti Alþingis. Björn segir að starfsemi leyniþjónustu bjóði þeirri hættu heim að slík stofnun aflaði upplýsinga um fólk að óþörfu. Þess vegna sé m.a. nauðsynlegt að ræða þessi mál og skoða kosti og galla. Stjórn ungra sjálfstæðismanna hefur ályktað gegn stofnun sérstakrar leyniþjónustu. Formaður SUS segir dómsmálaráðherra eiga hrós skilið fyrir að hafa opnað umræðuna um þessi mál. SUS sé hins vegar á móti því að ríkisvaldið gangi inn á friðhelgi fólks. Ekkert sé uppi sem réttlæti frekari heimildir en lögregla hefur nú til þess, jafnvel þótt Alþingi hefði eftirlit með slíkri stofnun. Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir dæmin frá öðrum löndum sína að leyniþjónustur hafi misnotað aðstöðu sína og farið út fyrir valdheimildir sínar og misbeitt valdheimildum sínum. Ungir sjálfstæðismenn spyrji sig hvort það sé áhættunnar virði. Hvort slík hætta steðji að borgurum þessa lands frá utanað komandi aðilum eða innlendum að það réttlæti slíka áhættu. Stjórn SUS svari því neitandi. Síðustu daga hafa Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Árni Páll Árnason, fyrrverandi embættismaður á Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, fullyrt að símar þeirra hafi verið hleraðir. Dómsmálaráðherra segist taka fullyrðingar þessara manna mjög alvarlega og taki þar með undir með ríkissaksóknara sem ákveðið hafi að rannsaka þessi mál. Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, var í hádegisviðtalinu á Stöð2 í dag. Þar sagðist hann hafa opnað fyrir umræður um mögulega stofnun íslenskrar leyniþjónustu eftir að niðurstöður nefndar undir formennsku ríkislögreglustjóra lágu fyrir í sumar. Þá gerði nýlegt samkomulag við Bandaríkjamenn ráð fyrir að hér væri stofnun sem gæti rannsakað mál án þess að rökstuddur grunur leiki á um glæpsamlegt athæfi og gæti séð um trúnaðarsamskipti við við sams konar stofnanir annarra þjóða. Ef að yrði sagði Björn að slík stofnun myndi lúta eftirliti Alþingis. Björn segir að starfsemi leyniþjónustu bjóði þeirri hættu heim að slík stofnun aflaði upplýsinga um fólk að óþörfu. Þess vegna sé m.a. nauðsynlegt að ræða þessi mál og skoða kosti og galla. Stjórn ungra sjálfstæðismanna hefur ályktað gegn stofnun sérstakrar leyniþjónustu. Formaður SUS segir dómsmálaráðherra eiga hrós skilið fyrir að hafa opnað umræðuna um þessi mál. SUS sé hins vegar á móti því að ríkisvaldið gangi inn á friðhelgi fólks. Ekkert sé uppi sem réttlæti frekari heimildir en lögregla hefur nú til þess, jafnvel þótt Alþingi hefði eftirlit með slíkri stofnun. Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir dæmin frá öðrum löndum sína að leyniþjónustur hafi misnotað aðstöðu sína og farið út fyrir valdheimildir sínar og misbeitt valdheimildum sínum. Ungir sjálfstæðismenn spyrji sig hvort það sé áhættunnar virði. Hvort slík hætta steðji að borgurum þessa lands frá utanað komandi aðilum eða innlendum að það réttlæti slíka áhættu. Stjórn SUS svari því neitandi. Síðustu daga hafa Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Árni Páll Árnason, fyrrverandi embættismaður á Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, fullyrt að símar þeirra hafi verið hleraðir. Dómsmálaráðherra segist taka fullyrðingar þessara manna mjög alvarlega og taki þar með undir með ríkissaksóknara sem ákveðið hafi að rannsaka þessi mál.
Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent