Símamálastjóri hefði ekki frétt af hlerunum 18. október 2006 12:30 Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram. Í samtölum NFS í morgun við þrjá fyrrum yfirmenn hjá Pósti og síma kom fram að enginn þeirra hafði nokkra vitneskju um nýja Landssímamanninn, en samkvæmt Jóni Baldvini Hannibalssyni hafði yfirmaður á tæknisviði Landssímans samband við hann og kvaðst hafa orðið vitni að því árið 1993 að sími Jóns hefði verið hleraður. Ólafur Tómasson, fyrrverandi póst- og símamálastjóri, frá 1986-1996 vildi ekki koma í viðtal en aðspurður hvort hugsanlegt væri að starfsmenn Símans hefðu sinnt hlerunum án hans vitundar svaraði Ólafur því til að alltaf væri hægt að stelast inn í hús án þess að húsráðendur vissu af því. Hann sagði sömuleiðis að ef einhverjir starfsmenn hefðu verið að brjóta af sér - og stunda ólöglegar hleranir - þá hefði hann sem yfirmaður að sjálfsögðu ekki frétt það. Hann hefði hins vegar aldrei heyrt af slíku og fyndist það mjög ótrúlegt og vissi ekki annað en að allir starfsmenn Símans hefðu sinnt störfum sínum af heiðarleika. Guðmundur Björnsson, sem var aðstoðar póst- og símamálastjóri á þessum árum, tekur undir orð Ólafs og segist hvorki hafa heyrt af né vitað um neinar ólöglegar hleranir hjá fyrirtækinu. Á þessum árum var lykilmaður í tæknideild fyrirtækisins Þorvarður Jónsson, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs. Hann segist aldrei hafa heyrt um slíkt athæfi en tekur fram að tæknideildin hafi verið mjög stór með fjöldann allan af yfirmönnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram. Í samtölum NFS í morgun við þrjá fyrrum yfirmenn hjá Pósti og síma kom fram að enginn þeirra hafði nokkra vitneskju um nýja Landssímamanninn, en samkvæmt Jóni Baldvini Hannibalssyni hafði yfirmaður á tæknisviði Landssímans samband við hann og kvaðst hafa orðið vitni að því árið 1993 að sími Jóns hefði verið hleraður. Ólafur Tómasson, fyrrverandi póst- og símamálastjóri, frá 1986-1996 vildi ekki koma í viðtal en aðspurður hvort hugsanlegt væri að starfsmenn Símans hefðu sinnt hlerunum án hans vitundar svaraði Ólafur því til að alltaf væri hægt að stelast inn í hús án þess að húsráðendur vissu af því. Hann sagði sömuleiðis að ef einhverjir starfsmenn hefðu verið að brjóta af sér - og stunda ólöglegar hleranir - þá hefði hann sem yfirmaður að sjálfsögðu ekki frétt það. Hann hefði hins vegar aldrei heyrt af slíku og fyndist það mjög ótrúlegt og vissi ekki annað en að allir starfsmenn Símans hefðu sinnt störfum sínum af heiðarleika. Guðmundur Björnsson, sem var aðstoðar póst- og símamálastjóri á þessum árum, tekur undir orð Ólafs og segist hvorki hafa heyrt af né vitað um neinar ólöglegar hleranir hjá fyrirtækinu. Á þessum árum var lykilmaður í tæknideild fyrirtækisins Þorvarður Jónsson, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs. Hann segist aldrei hafa heyrt um slíkt athæfi en tekur fram að tæknideildin hafi verið mjög stór með fjöldann allan af yfirmönnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira