Bjartsýni sögð aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja 17. október 2006 23:17 Svo virðist sem bjartsýni sé að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja á Íslandi og væntingar um horfur í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. Könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, Seðlabanka Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Capacent Gallup. Hún var gerð á tímabilinu 5. til 27. septembber og var svarhlutfall tæp 65%. Alls tóku 258 fyrirtæki þátt í könnuninni en 399 fyrirtæki voru í úrtakinu. Stuðst er við heildarlaunagreiðslur þegar stærstu fyrirtækin eru valin. Í frétt fjármálaráðuneytisins segir að forráðamenn fyrirtækjanna telji aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar og að þær hafi batnað á undanförnum mánuðum. Vísitala efnahagslífsins, þ.e. hlutfall þeirra sem telja aðstæður góðar, sé nú um 173 stig. Í könnun í maí 2006 var vísitalan 162 stig, sem var nokkur lækkun frá í febrúar 2006 þegar hún var 175 stig. Fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins að neikvæð áhrif svokallaðs óróa á fjármálamarkaði á væntingar fyrirtækja virðast að mestu afstaðin. Forsvarsmenn fyrirtækja á landsbyggðinni telji aðstæður þar hafa batnað en mat á stöðu fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafi versnað lítillega þótt enn sé ástandið talið betra þar en á landsbyggðinni. Vísitala efnahagslífsins á landsbyggðinni mælist nú 167 stig en var 148 stig í febrúar síðastliðnum. Til samanburðar er vísitala efnahagslífsins á höfuðborgarsvæðinu nú 175 stig en var í febrúar 185 stig. Í umfjöllun fjármálaráðuneytisins um niðurstöður könnunarinnar segir að almennt virðist bjartsýnin um horfur í efnahagslífinu vera að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækjanna. Vísitala efnahagslífsins fyrir sex mánuði mælist nú um 112 stig en hafi verið 86 stig í febrúar. Vísitala efnahagslífsins fyrir 12 mánuði mælist nú um 128 stig en hafi verið aðeins 71 stig í febrúar. Forráðamenn fyrirtækja séu því ekki jafn svartsýnir að jafnaði um horfur og þeir voru í fyrri mælingum. Ef borin eru saman viðhorf forráðamanna fyrirtækja í mismunandi starfsemi gætir mestrar bjartsýni hjá fyrirtækjum í verslun, samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu og fjármála- og tryggingastarfsemi. Heldur fleiri eru svartsýnir en bjartsýnir til næstu 12 mánaða í byggingar- og veitustarfsemi. Fréttir Innlent Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Svo virðist sem bjartsýni sé að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja á Íslandi og væntingar um horfur í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. Könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, Seðlabanka Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Capacent Gallup. Hún var gerð á tímabilinu 5. til 27. septembber og var svarhlutfall tæp 65%. Alls tóku 258 fyrirtæki þátt í könnuninni en 399 fyrirtæki voru í úrtakinu. Stuðst er við heildarlaunagreiðslur þegar stærstu fyrirtækin eru valin. Í frétt fjármálaráðuneytisins segir að forráðamenn fyrirtækjanna telji aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar og að þær hafi batnað á undanförnum mánuðum. Vísitala efnahagslífsins, þ.e. hlutfall þeirra sem telja aðstæður góðar, sé nú um 173 stig. Í könnun í maí 2006 var vísitalan 162 stig, sem var nokkur lækkun frá í febrúar 2006 þegar hún var 175 stig. Fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins að neikvæð áhrif svokallaðs óróa á fjármálamarkaði á væntingar fyrirtækja virðast að mestu afstaðin. Forsvarsmenn fyrirtækja á landsbyggðinni telji aðstæður þar hafa batnað en mat á stöðu fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafi versnað lítillega þótt enn sé ástandið talið betra þar en á landsbyggðinni. Vísitala efnahagslífsins á landsbyggðinni mælist nú 167 stig en var 148 stig í febrúar síðastliðnum. Til samanburðar er vísitala efnahagslífsins á höfuðborgarsvæðinu nú 175 stig en var í febrúar 185 stig. Í umfjöllun fjármálaráðuneytisins um niðurstöður könnunarinnar segir að almennt virðist bjartsýnin um horfur í efnahagslífinu vera að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækjanna. Vísitala efnahagslífsins fyrir sex mánuði mælist nú um 112 stig en hafi verið 86 stig í febrúar. Vísitala efnahagslífsins fyrir 12 mánuði mælist nú um 128 stig en hafi verið aðeins 71 stig í febrúar. Forráðamenn fyrirtækja séu því ekki jafn svartsýnir að jafnaði um horfur og þeir voru í fyrri mælingum. Ef borin eru saman viðhorf forráðamanna fyrirtækja í mismunandi starfsemi gætir mestrar bjartsýni hjá fyrirtækjum í verslun, samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu og fjármála- og tryggingastarfsemi. Heldur fleiri eru svartsýnir en bjartsýnir til næstu 12 mánaða í byggingar- og veitustarfsemi.
Fréttir Innlent Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira