Lögreglustjórinn á Akranesi rannsakar meintar hleranir 16. október 2006 18:22 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. MYND/Anton Brink Ríkissaksóknari hefur falið lögreglustjóranum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra, og lögfræðings á Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Samfylkingin ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í meintar hleranir.Í tilkynningu frá ríkissaksóknara kemur fram að hann ætlar að láta rannsaka ætlaðar hleranir á síma fyrrum utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem eiga að hafa átt sér stað árið 1993 og sömuleiðis verður rannsakað hvort sími Árna Páls Árnasonar var hleraður en hann var þá lögfræðingur á Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins. Árni Páll, sem nú er frambjóðandi Samfylkingarinnar, upplýsti í Silfri Egils í gær að hann hefði verið varaður við því á vordögum 1995 að sími hans væri hleraður af íslenskum aðilum.Ákvörðun ríkissaksóknara er tekin í tilefni af ummælum og upplýsingum Jóns Baldvins og Árna Páls í fjölmiðlum um hleranir á símum og símtölum þeirra. Það verður lögreglustjórinn á Akranesi, Ólafur Hauksson, sem annast rannsóknina í samráði við ríkissaksóknara.Í fréttum RÚV í dag kom fram að Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill að nefnd Páls Hreinssonar um njósnir í kalda stríðinu, frá 1945-91 ætti einnig að fjalla um tímann eftir 1991 til okkar daga. Hlutverk þessarar nefndar er eingöngu að skoða gögn og setja reglur um aðgang fræðimanna að þeim gögnum. Í því felst engin rannsókn.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki duga til að víkka út það tímabil sem nefndin á að skoða. Hún segir Samfylkinguna ætla að beita sér fyrir því að alþingi komi á fót rannsóknarnefnd þar sem farið verði í saumana á hlerunum og njósnum hér á landi. Nauðsynlegt sé líka að setja lög um vitnaskyldu svo hægt verði að leiða vitni fyrir nefndina og þeim skylt að tala við hana. Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur falið lögreglustjóranum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra, og lögfræðings á Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Samfylkingin ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í meintar hleranir.Í tilkynningu frá ríkissaksóknara kemur fram að hann ætlar að láta rannsaka ætlaðar hleranir á síma fyrrum utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem eiga að hafa átt sér stað árið 1993 og sömuleiðis verður rannsakað hvort sími Árna Páls Árnasonar var hleraður en hann var þá lögfræðingur á Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins. Árni Páll, sem nú er frambjóðandi Samfylkingarinnar, upplýsti í Silfri Egils í gær að hann hefði verið varaður við því á vordögum 1995 að sími hans væri hleraður af íslenskum aðilum.Ákvörðun ríkissaksóknara er tekin í tilefni af ummælum og upplýsingum Jóns Baldvins og Árna Páls í fjölmiðlum um hleranir á símum og símtölum þeirra. Það verður lögreglustjórinn á Akranesi, Ólafur Hauksson, sem annast rannsóknina í samráði við ríkissaksóknara.Í fréttum RÚV í dag kom fram að Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill að nefnd Páls Hreinssonar um njósnir í kalda stríðinu, frá 1945-91 ætti einnig að fjalla um tímann eftir 1991 til okkar daga. Hlutverk þessarar nefndar er eingöngu að skoða gögn og setja reglur um aðgang fræðimanna að þeim gögnum. Í því felst engin rannsókn.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki duga til að víkka út það tímabil sem nefndin á að skoða. Hún segir Samfylkinguna ætla að beita sér fyrir því að alþingi komi á fót rannsóknarnefnd þar sem farið verði í saumana á hlerunum og njósnum hér á landi. Nauðsynlegt sé líka að setja lög um vitnaskyldu svo hægt verði að leiða vitni fyrir nefndina og þeim skylt að tala við hana.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira