Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford Focus hefur mjög gott forskot eftir tvo fyrstu keppnisdagana í Tyrklandsrallinu og útlit er fyrir að hann nái að saxa vel á forskot heimsmeistarans Sebastien Loeb.
Grönholm hefur rúmlega tveggja mínútna forskot á landa sinn Mikko Hirvonen sem einnig ekur á Ford, en sigurlíkur hans jukust til muna í dag eftir að helsti keppinautur hans í Tyrklandi, Norðmaðurinn Petter Solberg, varð að hætta keppni eftir að bíll hans skemmdist.