Segir von á fleiri kvörtunum til Samkeppniseftirlitsins 13. október 2006 15:23 MYND/Valgarður Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart fyrirtækinu sigur fyrir Mjólku. Með honum sé tekið undir öll meginsjónarmið Mjólku í málinu. Hann segir að fyrirtækið hyggist senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem hann kallar undirboð Osta- og smjörsölunnar.Mjólka kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að fyrirtækið var látið borga meira fyrir undanrennuduft frá Osta- og smjörsölunni en Ostahúsið og taldi Samkeppniseftirlitið það brot á samkeppnislögum.Ólafur fagnar því enn fremur að Samkeppniseftirlitið staðfesti að með tilkomu Mjólku hafi orðið grundvallarbreyting á umhverfi mjólkurframleiðslu og -vinnslu. Hann vænti þess enn fremur að landbúnaðarráðherra grípi þegar til aðgerða sem Samkeppniseftirlitið leggi til um að breytingar verði á ákvæðum búvörulaga, sem hindra samkeppni og mismuna fyrirtækjum í mjólkuriðnaði, og tollar á mjólkurdufti verði felldir niður í því skyni að greiða fyrir samkeppni í mjólkuriðnaði.Ólafur sagði í samtali við fréttastofu NFS að með úrskurðinum væri að hans mati tekin afdráttarlaus afstaða gegn núverandi kerfi í mjólkuriðnaði og að innkoma Mjólku á markaðinn hafi bætt hag neytenda og bænda.Hann sagði enn fremur að það væri með ólíkindum ósvífið hjá Osta- og smjörsölunni að bera því við að mannleg mistök hefðu valdið því að Mjólka þurfti að greiða meira fyrir undanrennuduft en Ostabúðin. Osta- og smjörsöluna hefði ekki lækkað verðið til Mjólku heldur hækkað verðið til Ostahússins.Hann segir fleiri kvartanir á leið inn á borð Samkeppniseftirlitsins frá Mjólku. Þær lúti að meintum undirboðum Osta- og smjörsölunnar. Forsvarsmenn Mjólku viti til þess að í janúar, eftir að fetaostur fyrirtækisins hafi komið á markað, hafi Osta- og smjörsalan boðið viðskiptavinum sínum um 20 prósenta afslátt af fetaosti og þá hafi Mjólka staðfest dæmi um það að Osta- og smjörsalan hafi í sumar veitt 40 prósenta afslátt af slíkum osti. Þau gögn verði send Samkeppniseftirlitinu enda telji hann að Osta- og smjörsalan reyni með þessu leynt og ljóst að drepa af sér alla samkeppni. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart fyrirtækinu sigur fyrir Mjólku. Með honum sé tekið undir öll meginsjónarmið Mjólku í málinu. Hann segir að fyrirtækið hyggist senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem hann kallar undirboð Osta- og smjörsölunnar.Mjólka kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að fyrirtækið var látið borga meira fyrir undanrennuduft frá Osta- og smjörsölunni en Ostahúsið og taldi Samkeppniseftirlitið það brot á samkeppnislögum.Ólafur fagnar því enn fremur að Samkeppniseftirlitið staðfesti að með tilkomu Mjólku hafi orðið grundvallarbreyting á umhverfi mjólkurframleiðslu og -vinnslu. Hann vænti þess enn fremur að landbúnaðarráðherra grípi þegar til aðgerða sem Samkeppniseftirlitið leggi til um að breytingar verði á ákvæðum búvörulaga, sem hindra samkeppni og mismuna fyrirtækjum í mjólkuriðnaði, og tollar á mjólkurdufti verði felldir niður í því skyni að greiða fyrir samkeppni í mjólkuriðnaði.Ólafur sagði í samtali við fréttastofu NFS að með úrskurðinum væri að hans mati tekin afdráttarlaus afstaða gegn núverandi kerfi í mjólkuriðnaði og að innkoma Mjólku á markaðinn hafi bætt hag neytenda og bænda.Hann sagði enn fremur að það væri með ólíkindum ósvífið hjá Osta- og smjörsölunni að bera því við að mannleg mistök hefðu valdið því að Mjólka þurfti að greiða meira fyrir undanrennuduft en Ostabúðin. Osta- og smjörsöluna hefði ekki lækkað verðið til Mjólku heldur hækkað verðið til Ostahússins.Hann segir fleiri kvartanir á leið inn á borð Samkeppniseftirlitsins frá Mjólku. Þær lúti að meintum undirboðum Osta- og smjörsölunnar. Forsvarsmenn Mjólku viti til þess að í janúar, eftir að fetaostur fyrirtækisins hafi komið á markað, hafi Osta- og smjörsalan boðið viðskiptavinum sínum um 20 prósenta afslátt af fetaosti og þá hafi Mjólka staðfest dæmi um það að Osta- og smjörsalan hafi í sumar veitt 40 prósenta afslátt af slíkum osti. Þau gögn verði send Samkeppniseftirlitinu enda telji hann að Osta- og smjörsalan reyni með þessu leynt og ljóst að drepa af sér alla samkeppni.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira