Yfirmaður Landsíma staðfestir hlerun, segir Jón Baldvin 12. október 2006 18:44 Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar staðfesti fyrrverandi yfirmaður hjá Landssímanum í gærkvöld að sími Jóns var hleraður í ráðherratíð hans. Áður hafi Jón Baldvin talið víst að bandarískir njósnarar stæðu að baki og til lítils að greina samráðherrum í Sjálfstæðisflokknum frá málinu. Hann hafi ekki þá vitað af tilvist íslensku leyniþjónustunnar. Sú sérkennilega staða er komin upp að leiðtogar stjórnarflokka Viðeyjarstjórnarinnar 1991-95, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson deila óvægið opinberlega um meinta hlerun á símum Jóns Baldvins á ráðherraárum hans. Á sunnudag greindi Jón Baldvin frá því að sími hans í utanríkisráðuneytinu - sem þá var til húsa á efstu hæð lögreglustöðvarinnar - hafi verið hleraður árið 1993. Davíð Oddsson, f.v. forsætisráðherra gerði lítið úr þessum fullyrðingum á Stöð 2 í gær og taldi þær augljóslega firru - og benti á að símarnir hefðu verið hreinsaðir af sérfræðingum NATO árlega. Í morgunútvarpsþætti Jóhanns Haukssonar á útvarpi Sögu í morgun bætist í þessa sögu - segir Jón Baldvin frá því að í gærkvöld hafi hringt í sig fyrrverandi yfirmaður á tæknisviði Landsímans og staðfest að hann hafi orðið vitni að því að sími Jóns var hleraður. Þetta hafi verið á ráðherraárum Jóns Baldvins, en hann var ráðherra árin 1987-95. Hefði manninum ofboðið afneitun Davíðs í viðtali á Stöð 2 í gærkvöld og talið að samvisku sinnar vegna gæti hann ekki þagað lengur. Griendi maðurinn frá því að í tækniveri Landsímans hafi maður setið löngum stundum, vikur og mánuði og haft þann starfa einan að hlusta. Eitt skipti þegar hann hafi brugðið sér frá hafi heimildarmaðurinn hlustað í tækin og heyrt samtal á milli Jóns Baldvins og annars manns. Segir Jón Baldvin að heimildarmaðurinn muni á síðari stigum staðfesta þessa frásögn opinberlega. Það var annar maður með tækniþekkingu sem komst að því að sögn Jóns að síminn á ráðherraskrifstofunni var hleraður árið 1993. Sá maður mun ekki stíga fram af ótta við skoðanakúgun í samfélaginu - að sögn Jóns. En menn undrast það að Jón greindi ekki nánasta samstarfsmanni sínum í ríkisstjórninni Davíð Oddssyni frá þessari hlerun. Skýringin var sú segir Jón að hann taldi þá að Bandarískir agentar væru að hlera símann - og umkvörtun um slíkt hefði lítinn hljómgrunn fengið meðal Sjálfstæðismanna. Taldi Jón Baldvin að þeir menn sem fengnir voru til þess árlega á vegum NATO að kanna hvort ráðherrasímar væru hleraðir hefðu komið tækjunum fyrir. Lítið hefði þýtt að bera slíkar sakir á borð samráðherra úr Sjálfstæðisflokknum. Jón Baldvin segir að þetta hlerunarmál - og önnur - verði að upplýsa. Ekki síst nú þegar fyrir liggi vilji dómsmálaráðherra á því að lögfesta tilvist leyniþjónustu á Íslandi. Fréttir Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar staðfesti fyrrverandi yfirmaður hjá Landssímanum í gærkvöld að sími Jóns var hleraður í ráðherratíð hans. Áður hafi Jón Baldvin talið víst að bandarískir njósnarar stæðu að baki og til lítils að greina samráðherrum í Sjálfstæðisflokknum frá málinu. Hann hafi ekki þá vitað af tilvist íslensku leyniþjónustunnar. Sú sérkennilega staða er komin upp að leiðtogar stjórnarflokka Viðeyjarstjórnarinnar 1991-95, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson deila óvægið opinberlega um meinta hlerun á símum Jóns Baldvins á ráðherraárum hans. Á sunnudag greindi Jón Baldvin frá því að sími hans í utanríkisráðuneytinu - sem þá var til húsa á efstu hæð lögreglustöðvarinnar - hafi verið hleraður árið 1993. Davíð Oddsson, f.v. forsætisráðherra gerði lítið úr þessum fullyrðingum á Stöð 2 í gær og taldi þær augljóslega firru - og benti á að símarnir hefðu verið hreinsaðir af sérfræðingum NATO árlega. Í morgunútvarpsþætti Jóhanns Haukssonar á útvarpi Sögu í morgun bætist í þessa sögu - segir Jón Baldvin frá því að í gærkvöld hafi hringt í sig fyrrverandi yfirmaður á tæknisviði Landsímans og staðfest að hann hafi orðið vitni að því að sími Jóns var hleraður. Þetta hafi verið á ráðherraárum Jóns Baldvins, en hann var ráðherra árin 1987-95. Hefði manninum ofboðið afneitun Davíðs í viðtali á Stöð 2 í gærkvöld og talið að samvisku sinnar vegna gæti hann ekki þagað lengur. Griendi maðurinn frá því að í tækniveri Landsímans hafi maður setið löngum stundum, vikur og mánuði og haft þann starfa einan að hlusta. Eitt skipti þegar hann hafi brugðið sér frá hafi heimildarmaðurinn hlustað í tækin og heyrt samtal á milli Jóns Baldvins og annars manns. Segir Jón Baldvin að heimildarmaðurinn muni á síðari stigum staðfesta þessa frásögn opinberlega. Það var annar maður með tækniþekkingu sem komst að því að sögn Jóns að síminn á ráðherraskrifstofunni var hleraður árið 1993. Sá maður mun ekki stíga fram af ótta við skoðanakúgun í samfélaginu - að sögn Jóns. En menn undrast það að Jón greindi ekki nánasta samstarfsmanni sínum í ríkisstjórninni Davíð Oddssyni frá þessari hlerun. Skýringin var sú segir Jón að hann taldi þá að Bandarískir agentar væru að hlera símann - og umkvörtun um slíkt hefði lítinn hljómgrunn fengið meðal Sjálfstæðismanna. Taldi Jón Baldvin að þeir menn sem fengnir voru til þess árlega á vegum NATO að kanna hvort ráðherrasímar væru hleraðir hefðu komið tækjunum fyrir. Lítið hefði þýtt að bera slíkar sakir á borð samráðherra úr Sjálfstæðisflokknum. Jón Baldvin segir að þetta hlerunarmál - og önnur - verði að upplýsa. Ekki síst nú þegar fyrir liggi vilji dómsmálaráðherra á því að lögfesta tilvist leyniþjónustu á Íslandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira