Íslenskar bringur fjórfalt dýrari en danskar 10. október 2006 18:45 Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. Sama matarkarfan var í dag keypt í Hagkaup á Íslandi og sambærilegri verslun í Danmörku. Karfan er langtum dýrari á Íslandi. Ríkisstjórnin stefnir að sambærilegu matarverði á Íslandi og á Norðurlöndunum - en því fer fjarri að það náist miðað við þessa körfu. Í henni vegur þyngst verðið á úrbeinuðum og skinnlausum kjúklingabringum sem kosta 2675 kr. kílóið í Hagkaup en 600 kr. kílóið í dönsku búðinni. En verður þetta magra kjöt - eitt hið vinsælasta meðal þeirra sem vilja halda sér í kjörþyngd - ódýrara í mars á næsta ári? Það er hæpið. Eina sem breytist í verði á ferskum íslenskum kjúklingabringum er helmingslækkun á virðisaukaskatti. Kjúklingurinn í Hagkaupskörfunni færi þá niður í 2510 kr. Ennþá víðsfjarri verðinu á danska kjúllanum. En af hverju eru íslenskar bringur svo miklu dýrari en danskar? Fyrir því eru fimm ástæður segir formaður Félags kjúklingabænda, Matthías H. Guðmundsson. Fóður er dýrara, eftirlitskostnaður hærri, hér þarf að unga út eggjum, flutningur aðfanga er dýr og framleiðendur hér ná ekki sömu stærðarhagkvæmni. En - þótt íslensku bringurnar verði áfram margfalt dýrari - þá geta kaupmenn flutt inn bringur. Í dag skiptist verðið á þeim svona: innkaupsverð (370 kr.), almennur tollur (111 kr.), magntollur (900 kr.), VSK (193 kr.) og svo álagning og lagerkostnaður. Jafnvel þótt kjúklingabringur fái hæstu mögulegu tollalækkun, 40%, verður áfram 600 kr. tollur á kílóið. Skattlagning ríkissjóðs á innfluttar kjúklingabringur lækkar því úr um 1200 kr. á kílóið í 700. Finnur Árnason forstjóri Haga segir að innflutningur á frosnum bringum myndi líklega aukast og því gætu þær verið í boði árið um kring - ekki bara þegar innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Því gæti okkur að jafnaði staðið til boða frosnar bringur á tæpar 1200 kr. á kílóið. En ef fólk vill ferskar íslenskar kjúklingabringur á diskinn sinn - heldur það áfram að borða dýrar en danskurinn. Formaður Félags kjúklingabænda segir það hreint út: Við náum aldrei sama verði og Danir. Fréttir Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. Sama matarkarfan var í dag keypt í Hagkaup á Íslandi og sambærilegri verslun í Danmörku. Karfan er langtum dýrari á Íslandi. Ríkisstjórnin stefnir að sambærilegu matarverði á Íslandi og á Norðurlöndunum - en því fer fjarri að það náist miðað við þessa körfu. Í henni vegur þyngst verðið á úrbeinuðum og skinnlausum kjúklingabringum sem kosta 2675 kr. kílóið í Hagkaup en 600 kr. kílóið í dönsku búðinni. En verður þetta magra kjöt - eitt hið vinsælasta meðal þeirra sem vilja halda sér í kjörþyngd - ódýrara í mars á næsta ári? Það er hæpið. Eina sem breytist í verði á ferskum íslenskum kjúklingabringum er helmingslækkun á virðisaukaskatti. Kjúklingurinn í Hagkaupskörfunni færi þá niður í 2510 kr. Ennþá víðsfjarri verðinu á danska kjúllanum. En af hverju eru íslenskar bringur svo miklu dýrari en danskar? Fyrir því eru fimm ástæður segir formaður Félags kjúklingabænda, Matthías H. Guðmundsson. Fóður er dýrara, eftirlitskostnaður hærri, hér þarf að unga út eggjum, flutningur aðfanga er dýr og framleiðendur hér ná ekki sömu stærðarhagkvæmni. En - þótt íslensku bringurnar verði áfram margfalt dýrari - þá geta kaupmenn flutt inn bringur. Í dag skiptist verðið á þeim svona: innkaupsverð (370 kr.), almennur tollur (111 kr.), magntollur (900 kr.), VSK (193 kr.) og svo álagning og lagerkostnaður. Jafnvel þótt kjúklingabringur fái hæstu mögulegu tollalækkun, 40%, verður áfram 600 kr. tollur á kílóið. Skattlagning ríkissjóðs á innfluttar kjúklingabringur lækkar því úr um 1200 kr. á kílóið í 700. Finnur Árnason forstjóri Haga segir að innflutningur á frosnum bringum myndi líklega aukast og því gætu þær verið í boði árið um kring - ekki bara þegar innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Því gæti okkur að jafnaði staðið til boða frosnar bringur á tæpar 1200 kr. á kílóið. En ef fólk vill ferskar íslenskar kjúklingabringur á diskinn sinn - heldur það áfram að borða dýrar en danskurinn. Formaður Félags kjúklingabænda segir það hreint út: Við náum aldrei sama verði og Danir.
Fréttir Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira