Íslenska ríkisstjórnin fordæmir kjarnorkutilraunir 9. október 2006 19:31 Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. Sjaldan eða aldrei hefur alþjóðasamfélagið verið jafnsammála um nokkurn hlut og þann að fordæma kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna. Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur stigið fram og lýst yfir vanþóknun sinni og nú er þess vænst að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi til aðgerða. Japanir hafa þungar áhyggjur af Norður-Kóreu og má ætla að þetta verði vatn á myllu þeirra sem vilja efla japanska herinn, sem hefur frá lokum seinna stríðs, samkvæmt stjórnarskrá, aðeins verið varnarlið. Jafnvel Kínverjar, sem hafa verið helstu bandamenn Norður-Kóreumanna í gegnum tíðina, voru reiðir og sögðu tilraunina óskammfeilna. Íslensk stjórnvöld hafa tekið undir málflutning annarra þjóðarleiðtoga og lýst áhyggjum af stöðu mála. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir tilraunina áfall fyrir alþjóðasamfélagið og fyrir viðleitnina við að hamla útbreiðslu kjarnorkuvopna. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir að nú reyni á hvað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti gert til að fylgja eftir yfirlýsingu sinni. Engin hafi trúað að Norður-Kórea myndi ganga svona langt en of snemmt að segja til um hvort Íslendingar styðji hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu. Þótt hernaði sé hótað, er ljóst að sú leið er illfær og afar kostnaðarsöm á alla lund. Öryggisráðið hefur þegar komið saman og fordæmt tilraunina og búist er við ályktun um þvingunaraðgerðir í kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. Sjaldan eða aldrei hefur alþjóðasamfélagið verið jafnsammála um nokkurn hlut og þann að fordæma kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna. Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur stigið fram og lýst yfir vanþóknun sinni og nú er þess vænst að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi til aðgerða. Japanir hafa þungar áhyggjur af Norður-Kóreu og má ætla að þetta verði vatn á myllu þeirra sem vilja efla japanska herinn, sem hefur frá lokum seinna stríðs, samkvæmt stjórnarskrá, aðeins verið varnarlið. Jafnvel Kínverjar, sem hafa verið helstu bandamenn Norður-Kóreumanna í gegnum tíðina, voru reiðir og sögðu tilraunina óskammfeilna. Íslensk stjórnvöld hafa tekið undir málflutning annarra þjóðarleiðtoga og lýst áhyggjum af stöðu mála. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir tilraunina áfall fyrir alþjóðasamfélagið og fyrir viðleitnina við að hamla útbreiðslu kjarnorkuvopna. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir að nú reyni á hvað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti gert til að fylgja eftir yfirlýsingu sinni. Engin hafi trúað að Norður-Kórea myndi ganga svona langt en of snemmt að segja til um hvort Íslendingar styðji hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu. Þótt hernaði sé hótað, er ljóst að sú leið er illfær og afar kostnaðarsöm á alla lund. Öryggisráðið hefur þegar komið saman og fordæmt tilraunina og búist er við ályktun um þvingunaraðgerðir í kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira