Linnulaus hernaður gegn jöfnuði 5. október 2006 12:21 Ríkisstjórnin hefur verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði og ójöfnuður hefur aukist á Íslandi á síðustu árum; þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki vera andvaka þótt einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir utandagskrár umræðum á Alþingi í dag um vaxandi ójöfnuð á Íslandi. Ingibjörg sagði að á síðustliðnum áratug, í tíð ríkisstjórnarinnar, hafi staðið yfir linnulaus hernaður gegn jöfnuði á Íslandi. Á heimasíðu ríkisskattstjóra komi fram að Ísland sé að færast úr hópi þeirra ríkja þar sem jöfnuður sé mestur í hóp þeirra ríkja þar sem jöfnuður sé minnstur. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna hér á landi með þrjár til þrjár og hálfa milljón króna í árstekjur og þær greiddu af þeim 23% skatt. Hins vegar væru hundruð fjölskyldna með tugir milljóna króna á mánuði í tekjur og greiddu þær aðeins 15% skatt. Þessi síðarnefndi hópur hafi umtalsverðar fjármagnstekjur. Um 1% hjóna á Íslandi eða 600 hjón hafi 60% allra fjármagnstekna hér á landi. Þessi hópur hafi 16,5 milljón króna í launatekjur en 95 milljónir króna í fjármagnstekjur. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði tiltekinn hóp hér á landi hafa efnast verulega vegna breyttrar aðstæðna og sífellt fleiri hafi hagnast á erlendum viðskiptum. Sumir af þeim greiði þó ekki alla sína skatta á Íslandi en það sé keppikefli að þeir borgi sín gjöld hér á landi. Geir sagði hækkun á kaupmætti vera nokkuð jafna ef sleppt væri þeim 5% sem væru í tekjuhæsta hópnum. Hann missi þó ekki svefn þó einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum. Fréttir Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði og ójöfnuður hefur aukist á Íslandi á síðustu árum; þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki vera andvaka þótt einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir utandagskrár umræðum á Alþingi í dag um vaxandi ójöfnuð á Íslandi. Ingibjörg sagði að á síðustliðnum áratug, í tíð ríkisstjórnarinnar, hafi staðið yfir linnulaus hernaður gegn jöfnuði á Íslandi. Á heimasíðu ríkisskattstjóra komi fram að Ísland sé að færast úr hópi þeirra ríkja þar sem jöfnuður sé mestur í hóp þeirra ríkja þar sem jöfnuður sé minnstur. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna hér á landi með þrjár til þrjár og hálfa milljón króna í árstekjur og þær greiddu af þeim 23% skatt. Hins vegar væru hundruð fjölskyldna með tugir milljóna króna á mánuði í tekjur og greiddu þær aðeins 15% skatt. Þessi síðarnefndi hópur hafi umtalsverðar fjármagnstekjur. Um 1% hjóna á Íslandi eða 600 hjón hafi 60% allra fjármagnstekna hér á landi. Þessi hópur hafi 16,5 milljón króna í launatekjur en 95 milljónir króna í fjármagnstekjur. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði tiltekinn hóp hér á landi hafa efnast verulega vegna breyttrar aðstæðna og sífellt fleiri hafi hagnast á erlendum viðskiptum. Sumir af þeim greiði þó ekki alla sína skatta á Íslandi en það sé keppikefli að þeir borgi sín gjöld hér á landi. Geir sagði hækkun á kaupmætti vera nokkuð jafna ef sleppt væri þeim 5% sem væru í tekjuhæsta hópnum. Hann missi þó ekki svefn þó einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum.
Fréttir Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira