Gera þarf upp Kalda stríðið á Íslandi 3. október 2006 21:21 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, í ræðustól á Alþingi í kvöld. MYND/NFS Nauðsynlegt er að gera upp atburði kalda stríðsins í kjölfar brotthvarfs hersins að mati Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði að leggja þyrfti öll spil á borðið og upplýsa um símhleranir og njósnir sem fólk virðist hafa mátt sæta vegna skoðana sinna. Stofna þyrfti sannleiksnefnd í því máli. Steingrímur gerði Staksteina Morgunblaðsins frá í gær að umtalsefni í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hann fagnaði sunnudagsmorgni liðnum þar sem Ísland hefði verið herlaust í fyrsta sinn í langan tíma. Sáttatón hefði síðan ekki verið að finna í Morgunblaðinu degi síðar. Blaðið hefði svívirt það fólk sem hefði gert kröfu um brotthvarf hersins og svo gott sem gert það samábyrgt fyrir fjöldamorðum Stalíns af því það hafi viljað herlaust land. Steingrímur sagði ekki mikið við því að gera þó eftirlegukindur frá versta tíma kalda stríðsins ráði ríkjum á blaðinu með harmræna kalbletti á hjartana. Formaður Vinstri grænna sagði brotthvarf hersins fela í sér tækifæri fyrir Íslendinga til að taka við ýmsum verkefnum hersins en verst væri þó að honum væri hleypt úr landi án þess að taka til eftir sig. Steingrímur gerði einni deilur um svokallaða stjóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar að umtalsefni og sagði vissulega gjá milli þings og þjóðar í því máli. Vinstri grænir væru eina stjórnmálahreyfingin sem hefði staðið gegn framkvæmdum allan tíman. Steingrímur sagði einni að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefði gert lítið úr alvarlegu ástandi í efnahagslífinu í stefnuræðu sinni í kvöld. Hann hefði talað um óróa þar sem væri 10% verðbólga. Hann hefði einnig gert lítið úr afleiðingum hennar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Nauðsynlegt er að gera upp atburði kalda stríðsins í kjölfar brotthvarfs hersins að mati Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði að leggja þyrfti öll spil á borðið og upplýsa um símhleranir og njósnir sem fólk virðist hafa mátt sæta vegna skoðana sinna. Stofna þyrfti sannleiksnefnd í því máli. Steingrímur gerði Staksteina Morgunblaðsins frá í gær að umtalsefni í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hann fagnaði sunnudagsmorgni liðnum þar sem Ísland hefði verið herlaust í fyrsta sinn í langan tíma. Sáttatón hefði síðan ekki verið að finna í Morgunblaðinu degi síðar. Blaðið hefði svívirt það fólk sem hefði gert kröfu um brotthvarf hersins og svo gott sem gert það samábyrgt fyrir fjöldamorðum Stalíns af því það hafi viljað herlaust land. Steingrímur sagði ekki mikið við því að gera þó eftirlegukindur frá versta tíma kalda stríðsins ráði ríkjum á blaðinu með harmræna kalbletti á hjartana. Formaður Vinstri grænna sagði brotthvarf hersins fela í sér tækifæri fyrir Íslendinga til að taka við ýmsum verkefnum hersins en verst væri þó að honum væri hleypt úr landi án þess að taka til eftir sig. Steingrímur gerði einni deilur um svokallaða stjóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar að umtalsefni og sagði vissulega gjá milli þings og þjóðar í því máli. Vinstri grænir væru eina stjórnmálahreyfingin sem hefði staðið gegn framkvæmdum allan tíman. Steingrímur sagði einni að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefði gert lítið úr alvarlegu ástandi í efnahagslífinu í stefnuræðu sinni í kvöld. Hann hefði talað um óróa þar sem væri 10% verðbólga. Hann hefði einnig gert lítið úr afleiðingum hennar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira