Eyjólfur Sverrisson hefur gert þrjár breytingar á landsliðshópnum sem mætir Lettum og Svíum í undankeppni EM í næsta mánuði. Pétur Hafliði Marteinsson, Marel Jóhann Baldvinsson og Emil Hallfreðsson koma inn í hópinn fyrir Heiðar Helguson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Ólaf Örn Bjarnason.
Hér gefur að líta 20 manna hóp Eyjólfs sem mætir Lettum ytra þann 7. október og Svíum á Laugardalsvelli þann 11. október:
Markverðir:
Árni Gautur Arason, Vålerenga
Daði Lárusson, FH
Útileikmenn:
Hermann Hreiðarsson, Charlton
Brynjar Björn Gunnarsson, Reading
Arnar Þór Viðarsson, Twente
Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona
Pétur Hafliði Marteinsson, Hammarby
Indriði Sigurðsson, Lilleström
Jóhannes Karl Guðjónsson, AZ Alkmaar
Ívar Ingimarsson, Reading
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Grétar Rafn Steinsson, AZ Alkmaar
Marel J. Baldvinsson, Molde
Stefán Gíslason, Lyn
Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk
Hjálmar Jónsson, Gautaborg
Kári Árnason, Djurgården
Hannes Þ. Sigurðsson, Bröndby
Helgi Valur Daníelsson, Öster
Emil Hallfreðsson, Malmö