Viðskipti innlent

Tekjur ríkissjóðs aukast um 11,7 prósent

Heildartekjur ríkissjóðs námu ríflega 98 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins á þjóðhagsreikningagrunni en heildarútgjöld námu 81 milljarði króna. Tekjujöfnuður ríkissjóðs er því áætlaður 17,5 milljarðar króna á tímabilinu. Þetta er 11,7 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti í dag.

Samkvæmt tölunum er tekjuafgangur ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins 36 milljarðar króna eða sem nemur 3,2 prósentum af landsframleiðslu og um 18,4 prósentum af tekjum hans.  

Þá eru útgjöld til fjárfestinga í lágmarki miðað við síðasta ár og mælast einungis 5,4 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samkvæmt bráðabirgðatölunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×