35 ára loforð endurtekið hjá S.þ. 27. september 2006 19:08 Í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hét Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, því að framlög til þróunaraðstoðar yrðu þrefölduð á næstu þremur árum. Ef það gengur eftir hafa Íslendingar aðeins náð að hálfu því markmiði sem lögfest var af Alþingi árið 1971 eða fyrir þrjátíu og fimm árum. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í aðstoð við þróunarlönd og kynnti utanríkisráðherra í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær metnaðarfull áform til næstu ára. Ráðherrann sagði að þrefalda ætti framlögin á næstu þremur árum og eftir það smám saman auka í 0,7% af þjóðartekjum. Gangi eftir þessi fögru fyrirheit mun framlag íslendinga til þróunaraðstoðar ná því marki að vera 0.35 prósent af þjóðartekjum árið 2009. Og einhvern tímann eftir það ná því metnarfulla markmiði að verja 0,7% af þjóðartekjum í þennan málaflokk. Hvenær það verður tilgreinir utanríkisráðherra ekki. En þarna var ráðherrann að endurtaka fyrirheit sem fyrst voru gefin fyrir 35 árum eða árið 1971. Þá lögfesti alþingi það markmið að 0.7% af auði þjóðarinnar færi til fátækari landa. Frumvarpið um þetta efni varð að lögum þrátt fyrir að sumir þegnar landsins væru með hundshaus og hvöttu til að þingið svæfði málið enda brýnna að eyða peningunum í brýn landgræðslu á Íslandi en í fátækar, þurfandi þjóðir. En nú 5 árum síðar eru íslendinga ekki miklu nær markinu og er framlag íslendinga til þróunarhjálpar aumlegt miðað við flest ríki OECD. Ekkert ríkjanna veitir innan við 0.20 prósent af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar - nema Ísland. Jafnvel grikkir gefa meira. Samanburðurinn við önnur norræn ríki og gjafmildustu Evrópuríki er frekar aumlegur fyrir íslendinga. Þar standa Íslendingar langt að baki. Og samanburðurinn verður áfram okkur óhagstæður þó svo markmiðið næst, í ótilgreindri framtíð, sem sett var fyrir 35 árum síðan. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hét Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, því að framlög til þróunaraðstoðar yrðu þrefölduð á næstu þremur árum. Ef það gengur eftir hafa Íslendingar aðeins náð að hálfu því markmiði sem lögfest var af Alþingi árið 1971 eða fyrir þrjátíu og fimm árum. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í aðstoð við þróunarlönd og kynnti utanríkisráðherra í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær metnaðarfull áform til næstu ára. Ráðherrann sagði að þrefalda ætti framlögin á næstu þremur árum og eftir það smám saman auka í 0,7% af þjóðartekjum. Gangi eftir þessi fögru fyrirheit mun framlag íslendinga til þróunaraðstoðar ná því marki að vera 0.35 prósent af þjóðartekjum árið 2009. Og einhvern tímann eftir það ná því metnarfulla markmiði að verja 0,7% af þjóðartekjum í þennan málaflokk. Hvenær það verður tilgreinir utanríkisráðherra ekki. En þarna var ráðherrann að endurtaka fyrirheit sem fyrst voru gefin fyrir 35 árum eða árið 1971. Þá lögfesti alþingi það markmið að 0.7% af auði þjóðarinnar færi til fátækari landa. Frumvarpið um þetta efni varð að lögum þrátt fyrir að sumir þegnar landsins væru með hundshaus og hvöttu til að þingið svæfði málið enda brýnna að eyða peningunum í brýn landgræðslu á Íslandi en í fátækar, þurfandi þjóðir. En nú 5 árum síðar eru íslendinga ekki miklu nær markinu og er framlag íslendinga til þróunarhjálpar aumlegt miðað við flest ríki OECD. Ekkert ríkjanna veitir innan við 0.20 prósent af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar - nema Ísland. Jafnvel grikkir gefa meira. Samanburðurinn við önnur norræn ríki og gjafmildustu Evrópuríki er frekar aumlegur fyrir íslendinga. Þar standa Íslendingar langt að baki. Og samanburðurinn verður áfram okkur óhagstæður þó svo markmiðið næst, í ótilgreindri framtíð, sem sett var fyrir 35 árum síðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira