35 ára loforð endurtekið hjá S.þ. 27. september 2006 19:08 Í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hét Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, því að framlög til þróunaraðstoðar yrðu þrefölduð á næstu þremur árum. Ef það gengur eftir hafa Íslendingar aðeins náð að hálfu því markmiði sem lögfest var af Alþingi árið 1971 eða fyrir þrjátíu og fimm árum. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í aðstoð við þróunarlönd og kynnti utanríkisráðherra í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær metnaðarfull áform til næstu ára. Ráðherrann sagði að þrefalda ætti framlögin á næstu þremur árum og eftir það smám saman auka í 0,7% af þjóðartekjum. Gangi eftir þessi fögru fyrirheit mun framlag íslendinga til þróunaraðstoðar ná því marki að vera 0.35 prósent af þjóðartekjum árið 2009. Og einhvern tímann eftir það ná því metnarfulla markmiði að verja 0,7% af þjóðartekjum í þennan málaflokk. Hvenær það verður tilgreinir utanríkisráðherra ekki. En þarna var ráðherrann að endurtaka fyrirheit sem fyrst voru gefin fyrir 35 árum eða árið 1971. Þá lögfesti alþingi það markmið að 0.7% af auði þjóðarinnar færi til fátækari landa. Frumvarpið um þetta efni varð að lögum þrátt fyrir að sumir þegnar landsins væru með hundshaus og hvöttu til að þingið svæfði málið enda brýnna að eyða peningunum í brýn landgræðslu á Íslandi en í fátækar, þurfandi þjóðir. En nú 5 árum síðar eru íslendinga ekki miklu nær markinu og er framlag íslendinga til þróunarhjálpar aumlegt miðað við flest ríki OECD. Ekkert ríkjanna veitir innan við 0.20 prósent af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar - nema Ísland. Jafnvel grikkir gefa meira. Samanburðurinn við önnur norræn ríki og gjafmildustu Evrópuríki er frekar aumlegur fyrir íslendinga. Þar standa Íslendingar langt að baki. Og samanburðurinn verður áfram okkur óhagstæður þó svo markmiðið næst, í ótilgreindri framtíð, sem sett var fyrir 35 árum síðan. Fréttir Innlent Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hét Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, því að framlög til þróunaraðstoðar yrðu þrefölduð á næstu þremur árum. Ef það gengur eftir hafa Íslendingar aðeins náð að hálfu því markmiði sem lögfest var af Alþingi árið 1971 eða fyrir þrjátíu og fimm árum. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í aðstoð við þróunarlönd og kynnti utanríkisráðherra í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær metnaðarfull áform til næstu ára. Ráðherrann sagði að þrefalda ætti framlögin á næstu þremur árum og eftir það smám saman auka í 0,7% af þjóðartekjum. Gangi eftir þessi fögru fyrirheit mun framlag íslendinga til þróunaraðstoðar ná því marki að vera 0.35 prósent af þjóðartekjum árið 2009. Og einhvern tímann eftir það ná því metnarfulla markmiði að verja 0,7% af þjóðartekjum í þennan málaflokk. Hvenær það verður tilgreinir utanríkisráðherra ekki. En þarna var ráðherrann að endurtaka fyrirheit sem fyrst voru gefin fyrir 35 árum eða árið 1971. Þá lögfesti alþingi það markmið að 0.7% af auði þjóðarinnar færi til fátækari landa. Frumvarpið um þetta efni varð að lögum þrátt fyrir að sumir þegnar landsins væru með hundshaus og hvöttu til að þingið svæfði málið enda brýnna að eyða peningunum í brýn landgræðslu á Íslandi en í fátækar, þurfandi þjóðir. En nú 5 árum síðar eru íslendinga ekki miklu nær markinu og er framlag íslendinga til þróunarhjálpar aumlegt miðað við flest ríki OECD. Ekkert ríkjanna veitir innan við 0.20 prósent af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar - nema Ísland. Jafnvel grikkir gefa meira. Samanburðurinn við önnur norræn ríki og gjafmildustu Evrópuríki er frekar aumlegur fyrir íslendinga. Þar standa Íslendingar langt að baki. Og samanburðurinn verður áfram okkur óhagstæður þó svo markmiðið næst, í ótilgreindri framtíð, sem sett var fyrir 35 árum síðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira