Grönholm með forystu

Finninn Marcus Grönholm á Ford hefur nauma sex sekúndna forystu á franska heimsmeistarann Sebastien Loeb á Citroen þegar fyrsta keppnisdeginum í Kýpurrallinu er lokið. Finninn Mikko Hirvonen á Ford er í þriðja sætinu, en hann hefur verið í mikilli sókn á síðustu misserum.