Lennon fer í aðgerð á laugardag

Breska sjónvarpið hefur nú staðfest að enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hjá Tottenham muni fara í aðgerð vegna hnémeiðsla á laugardaginn og reiknað er með því að hann verði frá keppni í sex vikur. Þetta er mikið áfall fyrir lið Tottenham, sem þrátt fyrir góðan sigur í Evrópukeppninni í kvöld, hefur byrjað afleitlega í ensku úrvalsdeildinni.