Lennon farinn að æfa á ný

Hnémeiðsli enska landsliðsmannsins Aaron Lennon hjá Tottenham virðast ekki hafa verið eins alvarleg og talið var í fyrstu, því breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að vængmaðurinn ungi hafi mætt á æfingu liðsins í dag. Lennon var ekki með Tottenham um helgina, en því er haldið fram að hann verði jafnvel í hópnum fyrir Evrópuleikinn við Slavia Prag á fimmtudagskvöldið.