Sættast Zidane og Materazzi? 12. september 2006 18:15 AFP Alþjóða Knattspyrnusambandið, FIFA, vinnur nú í því að fá franska snillinginn Zinedine Zidane og ítalska varnarmanninn Marco Materazzi til þess að hittast opinberlega og sættast. Eins og frægt er orðið lenti þeim saman í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane skallaði Materazzi í bringuna. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur beðið Zidane og Materazzi um að hittast niður í Suður Afríku þar sem næsta heimsmeistarakeppni mun fara fram eftir 4 ár. Ekki fer enn neinum sögum af því hvernig þeir tvímenningarnir hafa tekið í bón forsetans sem vill gera opinberan viðburð úr uppákomunni og ljúka málinu í eitt skipti fyrir öll. Zidane var sektaður fyrir framkomu sína í úrsltaleik HM og dæmdur í leikbann en þar sem hann hefur lagt skóna á hilluna sættist hann á að taka refsinguna út í samfélagsþjónustu í þágu knattspyrnunnar. Blatter hefur uppi þessa hugmynd um að samfélagsþjónusta Zidanes feli í sér að bæta fyrir hegðun sína með fyrrgreindri uppákomu en einnig til að bæta ímynd íþróttarinnar sem beið hnekki með atvikinu í úrslitaleik HM sem er orðið að einkenni keppninnar. Materazzi upplýsti loks í síðustu viku hvað það var sem fór þeim á milli þegar atvikið átti sér stað í útslialeiknum í Þýskalandi í sumar. Materazzi togaði í treyjuna hans Zidane í leiknum og segir Ítalinn að Zidane hafi þá boðist til að gefa honum treyjuna sína ef hann langaði svona mikið í hana. Því svaraði sá ítalski til að hann langaði meira í systur Zidane sem þá hafi skallað sig í bringuna eins og frægt er orðið. Helst kemur til greina að Materazzi og Zidane muni hittast fyrir framan fjölmiðla í hinu alræmda fangelsi á Robben eyju þar sem Nelson Mandela fyrrum forseti Suður Afríku sat bak við rimla í 27 ár. Það var fyrrverandi fangi á Robben eyju sem sagði frá þessu í viðtali við suður afríska dagblaðið Sunday Times en hann er í undirbúningsnefnd fyrir HM 2010 sem fram fer í landinu. Hann sagðist vera vel á veg kominn í samningaviðræðum við Blatter sem segir þetta í raun einu leiðina til að ljúka málinu. Þess má til gamans geta að fyrrverandi tukthúslimurinn sem um ræðir og er í undirbúningsnefnd HM 2010 ber hið skemmtilega nafn Tokyo Sexwale. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Alþjóða Knattspyrnusambandið, FIFA, vinnur nú í því að fá franska snillinginn Zinedine Zidane og ítalska varnarmanninn Marco Materazzi til þess að hittast opinberlega og sættast. Eins og frægt er orðið lenti þeim saman í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane skallaði Materazzi í bringuna. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur beðið Zidane og Materazzi um að hittast niður í Suður Afríku þar sem næsta heimsmeistarakeppni mun fara fram eftir 4 ár. Ekki fer enn neinum sögum af því hvernig þeir tvímenningarnir hafa tekið í bón forsetans sem vill gera opinberan viðburð úr uppákomunni og ljúka málinu í eitt skipti fyrir öll. Zidane var sektaður fyrir framkomu sína í úrsltaleik HM og dæmdur í leikbann en þar sem hann hefur lagt skóna á hilluna sættist hann á að taka refsinguna út í samfélagsþjónustu í þágu knattspyrnunnar. Blatter hefur uppi þessa hugmynd um að samfélagsþjónusta Zidanes feli í sér að bæta fyrir hegðun sína með fyrrgreindri uppákomu en einnig til að bæta ímynd íþróttarinnar sem beið hnekki með atvikinu í úrslitaleik HM sem er orðið að einkenni keppninnar. Materazzi upplýsti loks í síðustu viku hvað það var sem fór þeim á milli þegar atvikið átti sér stað í útslialeiknum í Þýskalandi í sumar. Materazzi togaði í treyjuna hans Zidane í leiknum og segir Ítalinn að Zidane hafi þá boðist til að gefa honum treyjuna sína ef hann langaði svona mikið í hana. Því svaraði sá ítalski til að hann langaði meira í systur Zidane sem þá hafi skallað sig í bringuna eins og frægt er orðið. Helst kemur til greina að Materazzi og Zidane muni hittast fyrir framan fjölmiðla í hinu alræmda fangelsi á Robben eyju þar sem Nelson Mandela fyrrum forseti Suður Afríku sat bak við rimla í 27 ár. Það var fyrrverandi fangi á Robben eyju sem sagði frá þessu í viðtali við suður afríska dagblaðið Sunday Times en hann er í undirbúningsnefnd fyrir HM 2010 sem fram fer í landinu. Hann sagðist vera vel á veg kominn í samningaviðræðum við Blatter sem segir þetta í raun einu leiðina til að ljúka málinu. Þess má til gamans geta að fyrrverandi tukthúslimurinn sem um ræðir og er í undirbúningsnefnd HM 2010 ber hið skemmtilega nafn Tokyo Sexwale.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira