Mark frá Ryan Giggs á 9. mínútu var það sem skildi að Manchester United og Tottenham þegar uppi var staðið í leik liðanna á Old Trafford sem var að ljúka rétt í þessu. Manchester hefur unnið alla fjóra leiki sína það sem af er keppni í ensku úrvalsdeildinni og er í efsta sæti.
Sigurganga Man. Utd. heldur áfram
