Sunderland, undir stjórn Roy Keane, bar sigurorð af Derby County á útivelli, 2-1, í leik liðana í ensku Champinship-deildinni í dag. Þetta var aðeins annar sigur Sunderland á leiktíðinni. Keane klæddist jakkafötum á hliðarlínunni.
Það blés ekki byrlega fyrir Keane og lærisveina hans framan af leik því heimenn leiddu 1-0 þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik. Keane hefur þá aldeilis lesið yfir hausamottunum á sínum mönnum því allt annað var að sjá til liðsins í síðari hálfleik og mörk frá Chris Brown og Ross Wallace tryggðu sigurinn.
Af öðrum úrslitum dagsins bar einna hæst að topplið Cardiff tapaði fyrir Preston 2-1 og leyfði Birmingham þar með að komast upp að hlið sér á toppnum, en lærisveinar Steve Bruce lögðu Hull af velli, 2-1.