Snillingurinn Ronaldinho verður í byrjunarliði Brasilíumanna annað kvöld þegar liðið tekur á móti Wales í æfingaleik á White Hart Lane í Lundúnum og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18:20. Brasilíumenn eru í miklu stuði þessa dagana og unnu granna sína frá Argentínu 3-0 í æfingaleik í London um helgina, en sá leikur var einstaklega skemmtilegur og var einnig sýndur beint á Sýn.