Englendingar völtuðu yfir Andorra

Englendingar voru ekki í teljandi vandræðum með arfaslakt lið Andorra í leik liðanna á Old Trafford í undankeppni EM í dag. Enska liðið vann 5-0 og var sigur liðsins síst of stór. Jermain Defoe og Peter Crouch skoruðu tvívegis fyrir enska liðið og Steven Gerrard einu sinni. Lið Andorra var í alla staði hörmulegt í leiknum og átti ekki eina einustu sókn svo talist gæti.