Viðskipti innlent

Hagnaður hjá Atorku Group

Hagnaður fjárfestingarfélagsins Atorku Group, nam 856 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta er nokkur viðsnúningur í rekstri félagsins, sem tapaði 241,4 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður Atorku á fyrri helmingi ársins 4,9 milljörðum króna.

Í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar Íslands kemur fram að hagnaður félagsins fyrir skatta á fyrri helmingi ársins hafi numið 4,9 milljörðum krónum samanborið við 418 milljónir á sama tíma fyrir ári. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi fyrir skatt nam hins vegar rúmum einum milljarði króna.

Heildareignir Atorku í lok júní voru 32,6 milljarðar króna og er það aukning um 12,6 milljarða krónur frá áramótum. Þá nam eigið fé í lok júní tæpum 16 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli um 95 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×