Leroy Lita hefur komið við sögu í öllum leikjum Reading á leiktíðinniNordicPhotos/GettyImages
Leroy Lita, framherji Íslendingaliðsins Reading í ensku úrvalsdeildinni, er nú í haldi lögreglu eftir að hann gaf sig fram í tengslum við líkamsárás á næturklúbbi í Bristol aðfararnótt sunnudags. Lita er sagður hafa skallað annan mann á klúbbnum og á yfir höfði sér kæru fyrir líkamsárás. Lita verður væntanlega laus úr haldi gegn tryggingu í dag, en málið er í rannsókn.