Liverpool á erfitt verkefni fyrir höndum í Kænugarði í kvöldNordicPhotos/GettyImages
Síðari leikur Maccabi Haifa og Liverpool í forkeppni meistaradeildar Evrópu verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 18:25. Leikurinn verður spilaður í Kænugarði í Úkraínu vegna eldfims ástands sem ríkir í Ísrael þessa dagana, en enska liðið hefur nauma 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og þarf því að halda vel á spöðunum í kvöld.