Klárar samfélagsþjónustu vegna uppþotsins í Detroit 16. ágúst 2006 20:30 Hérna má sjá mynd af því þegar Artest var leiddur til búningsherberja rifinn og tættur eftir ólætin í Detroit í nóvember 2004 NordicPhotos/GettyImages Villingurinn Ron Artest er nú að klára samfélagsþjónustuna sem hann var dæmdur til að gegna eftir að eiga upptökin af einu versta uppþoti í bandarískri íþróttasögu í nóvember árið 2004. Artest segir atvikið heyra sögunni til og á engar óuppgerðar sakir við manninn sem hann réðist á í áhorfendastæðunum í Detroit forðum. Artest hélt í dag fyrirlestur fyrir börn í Detroit, þar sem hann útskýrði fyrir þeim að hegðun hans í The Palace forðum hafi ekki verið til eftirbreytni, en hann komst í heimsfréttirnar þetta örlagaríka kvöld. Hann lék á þeim tíma með Indiana Pacers og lenti í handalögmálum við Ben Wallace undir lok leiksins. Nokkuð hitnaði í kolunum á vellinum í kjölfarið og enduðu þau viðskipti úti við hliðarlínuna við ritaraborðið. Þegar allt virtist vera að detta í dúnalogn á vellinum, kastaði áhorfandi plastmáli af öli í kjöltuna á Artest þar sem hann lá á ritaraborðinu. Þá skipti engum togum að Artest hljóp upp í áhorfendastæðin á eftir bollakastaranum og tók að lumbra á honum ásamt félaga sínum Stephen Jackson. Artest tók út leikbann það sem eftir lifði tímabilsins og var settur á eins árs skilorð fyrir þetta glórulausa uppátæki, sem þykir eins og áður sagði ein ljótasta uppákoma í bandarískum hópíþróttum. Þó margir hafi slegið því föstu að atvikið setti dökkan blett á íþróttina, hafa aðrir orðið til þess að segja að það hafi aðeins hleypt lífi í sjónvarpsáhorf og áhuga á NBA körfuboltanum. "Ég á ekkert sökótt við John Green," sagði Artest um bollakastarann frá Detroit. "Hann er fínn náungi, en hann gerði mistök rétt eins og aðrir. Allir gera mistök og ég hef fyrirgefið honum. Guð fyrirgefur mönnunum mistökin og því reyni ég að gera það líka," sagði Artest, sem nú leikur með Sacramento Kings við mjög góðan orðstír. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira
Villingurinn Ron Artest er nú að klára samfélagsþjónustuna sem hann var dæmdur til að gegna eftir að eiga upptökin af einu versta uppþoti í bandarískri íþróttasögu í nóvember árið 2004. Artest segir atvikið heyra sögunni til og á engar óuppgerðar sakir við manninn sem hann réðist á í áhorfendastæðunum í Detroit forðum. Artest hélt í dag fyrirlestur fyrir börn í Detroit, þar sem hann útskýrði fyrir þeim að hegðun hans í The Palace forðum hafi ekki verið til eftirbreytni, en hann komst í heimsfréttirnar þetta örlagaríka kvöld. Hann lék á þeim tíma með Indiana Pacers og lenti í handalögmálum við Ben Wallace undir lok leiksins. Nokkuð hitnaði í kolunum á vellinum í kjölfarið og enduðu þau viðskipti úti við hliðarlínuna við ritaraborðið. Þegar allt virtist vera að detta í dúnalogn á vellinum, kastaði áhorfandi plastmáli af öli í kjöltuna á Artest þar sem hann lá á ritaraborðinu. Þá skipti engum togum að Artest hljóp upp í áhorfendastæðin á eftir bollakastaranum og tók að lumbra á honum ásamt félaga sínum Stephen Jackson. Artest tók út leikbann það sem eftir lifði tímabilsins og var settur á eins árs skilorð fyrir þetta glórulausa uppátæki, sem þykir eins og áður sagði ein ljótasta uppákoma í bandarískum hópíþróttum. Þó margir hafi slegið því föstu að atvikið setti dökkan blett á íþróttina, hafa aðrir orðið til þess að segja að það hafi aðeins hleypt lífi í sjónvarpsáhorf og áhuga á NBA körfuboltanum. "Ég á ekkert sökótt við John Green," sagði Artest um bollakastarann frá Detroit. "Hann er fínn náungi, en hann gerði mistök rétt eins og aðrir. Allir gera mistök og ég hef fyrirgefið honum. Guð fyrirgefur mönnunum mistökin og því reyni ég að gera það líka," sagði Artest, sem nú leikur með Sacramento Kings við mjög góðan orðstír.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira