Sport

Marca tilkynnti líkleg byrjunarlið í gær

Aðdáandi nýtir sér nútímatækni og myndar stjörnurnar með símanum sínum.
Aðdáandi nýtir sér nútímatækni og myndar stjörnurnar með símanum sínum. MYND/Anton
Blaðamaður spænska íþróttablaðsins Marca gaf upp líkleg byrjunarlið Íslands og Spánar í gær. Samkvæmt því tefla Spánverjar fram gríðarlega sterku liði með þrjá sterka framherja í fremstu víglínu, þá David Villa, Fernando Torres og Raúl. Marca er hins vegar ekki betur upplýst en svo, að Brynjar Björn Gunnarsson er í vörn Íslendinga.

Samkvæmt heimildum Vísis er Eyjólfur Sverrisson ekki tilbúinn með lið sitt fyrr enn um kaffileytið.

Liðin sem Marca setur upp eru.

Ísland:

Árni Gautur Arason;

Brynjar Björn Gunnarsson, Hermann Hreiðarsson, Indriði Sigurðsson;

Jóhannes Karl Guðjónsson, Hannes Sigurðsson Ívar Ingimarsson, Grétar Rafn Steinsson;

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Veigar Páll Gunnarsson, Heiðar Helguson.

Spánn:

Iker Casillas;

Míchel Salgado, Sergio Ramos, Pablo Ibáñez, Pernía;

Cesc Fabregas, David Albelda, Xabi Alonso;

David Villa, Fernando Torres og Raúl.

Dómari: Ian Stokes (Írlandi).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×