Gerrard verður á hægri kanti 15. ágúst 2006 12:51 Steven Gerrard verður á hægri kantinum annað kvöld Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, er strax farinn að valda nokkru fjaðrafoki í starfi sínu en hann stýrir enska liðinu í fyrsta sinn í æfingaleik gegn Grikkjum annað kvöld. Leikurinn verður spilaður á Old Trafford í Manchester og verður sýndur beint á Sýn. McClaren ætlar sér að prófa nýja hluti í leiknum og hefur staðfest að Steven Gerrard muni leika á hægri kantinum í stað David Beckham, sem breskum sérfræðingum þykir bera vitni um að dagar fyrrum fyrirliðans séu taldir hjá enska landsliðinu. Þá ætlar McClaren að tefla Stewart Downing fram á vinstri kanti, en sá spilaði aðeins 50 mínútur undir Sven-Göran Eriksson á HM. McClaren þekkir vel til Downing eftir að hafa þjálfað hann hjá Middlesbrough um langt skeið. Framherjinn Jermain Defoe verður í fremstu víglínu ásamt Peter Crouch, en Defoe var ekki valinn í HM hóp Englendinga í sumar. "Ég talaði við Steven Gerrard og honum er alveg sama hvar hann spilar, svo lengi sem hann fær að spila fyrir England," sagði McClaren og bætti því við að hann hefði rætt við Rafa Benitez, stjóra Liverpool, um val sitt. "Gerrard spilaði lengst af á hægri kanti hjá Liverpool á síðustu leiktíð og skoraði þar 23 mörk, svo ég get ekki séð að sé galið að prófa hann þar," sagði McClaren. Hann hefur auk þess ákveðið að gefa Owen Hargreaves tækifæri gegn Grikkjum annað kvöld. Byrjunarlið Englendinga annað kvöld: Paul Robinson; Gary Neville, Rio Ferdinand, John Terry (fyrirliði), Ashley Cole; Steven Gerrard, Owen Hargreaves, Frank Lampard, Stewart Downing, Jermain Defoe, Peter Crouch. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, er strax farinn að valda nokkru fjaðrafoki í starfi sínu en hann stýrir enska liðinu í fyrsta sinn í æfingaleik gegn Grikkjum annað kvöld. Leikurinn verður spilaður á Old Trafford í Manchester og verður sýndur beint á Sýn. McClaren ætlar sér að prófa nýja hluti í leiknum og hefur staðfest að Steven Gerrard muni leika á hægri kantinum í stað David Beckham, sem breskum sérfræðingum þykir bera vitni um að dagar fyrrum fyrirliðans séu taldir hjá enska landsliðinu. Þá ætlar McClaren að tefla Stewart Downing fram á vinstri kanti, en sá spilaði aðeins 50 mínútur undir Sven-Göran Eriksson á HM. McClaren þekkir vel til Downing eftir að hafa þjálfað hann hjá Middlesbrough um langt skeið. Framherjinn Jermain Defoe verður í fremstu víglínu ásamt Peter Crouch, en Defoe var ekki valinn í HM hóp Englendinga í sumar. "Ég talaði við Steven Gerrard og honum er alveg sama hvar hann spilar, svo lengi sem hann fær að spila fyrir England," sagði McClaren og bætti því við að hann hefði rætt við Rafa Benitez, stjóra Liverpool, um val sitt. "Gerrard spilaði lengst af á hægri kanti hjá Liverpool á síðustu leiktíð og skoraði þar 23 mörk, svo ég get ekki séð að sé galið að prófa hann þar," sagði McClaren. Hann hefur auk þess ákveðið að gefa Owen Hargreaves tækifæri gegn Grikkjum annað kvöld. Byrjunarlið Englendinga annað kvöld: Paul Robinson; Gary Neville, Rio Ferdinand, John Terry (fyrirliði), Ashley Cole; Steven Gerrard, Owen Hargreaves, Frank Lampard, Stewart Downing, Jermain Defoe, Peter Crouch.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira