Atlassími ehf. og Síminn hf. hafa náð sátt í deilumáli félaganna vegna númeraflutnings úr almenna símakerfinu yfir í netsímaþjónustu Atlassíma. Sáttin felur í sér að Síminn mun afgreiða beiðnir Atlassíma um númeraflutning. Atlassími getur því hafið markaðssetningu á almennri símaþjónustu og boðið neytendum upp á fastlínusímaþjónustu í fullri samkeppni við Og vodafone og Símann.
Atlassími ehf. og Síminn ná sáttum
