
Innlent
Sælgætisþjófur gripinn í Skipholti

Karlmaður um tvítugt var handtekinn við Skipholt í Reykjavík í nótt grunaður um innbrot. Maðurinn þótti grunsamlegur þar sem hann gekk um göturnar í nætuhúminu klifjaður sælgæti og við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að brotist hafði verið í söulturn í nágrenninu og þaðan numið á brott góðgæti á borð við það sem maðurinn var gripinn með.