Hagvöxtur í Bretlandi mældist 2,6 prósent á öðrum ársfjórðungi en var 1,8 prósent á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar sem birtir voru í dag. Greiningardeild Glitnis banka segir aukinn hagvöxt í Bretlandi koma sér ágætlega fyrir íslenska hagkerfið vegna mikilla viðskipta á milli Bretlands og Íslands.
Að sögn greiningardeildarinnar var vöxturinn í Bretlandi meiri en spáð hafði verið. Hækkunina megi aðallega rekja til aukningar í þjónustu en hún jókst um 1 prósent á fjórðungnum. Smásala, dreifing, hótel og veitingarekstur jókst um 1,2 prósent.
Vöxturinn á öðrum ársfjórðungi var meiri en spáð hafði verið. Hækkunina má aðallega rekja til aukningar í þjónustu en hún jókst um 1% á 2. ársfjórðungi. Smásala, dreifing, hótel og veitingarekstur jókst um 1,2% . Aukningu í smásölu sem er langt umfram það sem sérfræðingar spáðu má aðallega rekja til nýafstaðinnar Heimsmeistarakeppni í fótbolta.
Þá segir greiningardeildin að menn spái því að Englandsbanki hækki stýrivexti í Bretlandi fyrir lok árs vegna vaxtar þjóðarbúsins og aukinnar verðbólgu. Það komi sér hins vegar ekki vel fyrir íslenskan þjóðarbúskap sem skuldar mikið erlendis.
2,6 prósenta hagvöxtur í Bretlandi

Mest lesið

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom
Viðskipti innlent

„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“
Viðskipti innlent

Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun
Viðskipti innlent

Stefna á Coda stöð við Húsavík
Viðskipti innlent



Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur

Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna
Viðskipti innlent

Setur háa tolla á Evrópu
Viðskipti erlent

Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna
Viðskipti innlent