Miami Heat NBA-meistari í fyrsta sinn 21. júní 2006 05:30 Dwyane Wade, Pat Riley þjálfari og Shaquille O´Neal fagna hér meistaratitlinum í nótt. Riley vann sinn fimmta á ferlinum sem þjálfari, O´Neal sinn fjórða sem leikmaður - en Wade sinn fyrsta NordicPhotos/GettyImages Miami Heat varð í nótt NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið skellti Dallas á útivelli 95-92 og vann þar með einvígið 4-2, eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Dwyane Wade bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í einvíginu og var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitanna. Hann skoraði yfir 35 stig í fjórum síðustu leikjunum og var gjörsamlega óstöðvandi. Útlitið var ekki bjart fyrir Miami eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í Dallas, en liðið vann eftir það næstu fjóra og landaði titlinum í Dallas í nótt. Wade var stigahæsti maður vallarins sem fyrr og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal var langt frá sínu besta og skoraði aðeins 9 stig, en það skipti engu máli í gær frekar en fyrr - því Miami er sannarlega liðið hans Dwyane Wade. Þessi frábæri leikmaður er nú heldur betur búinn að stimpla sig inn sem einn allra besti leikmaður heimsins og hefur unnið sinn fyrsta titil eftir þrjú ár í deildinni. Dallas hafði yfir í byrjun leiks í nótt, en náði aldrei að hrista af sér ákveðna gestina. Leikurinn var mjög fjörlegur í fyrri hálfleik, en í þeim síðari tók taugastríðið við og bæði lið voru fjarri sínu besta. Rétt eins og áður í einvíginu var það þó snillingurinn Dwyane Wade sem gerði gæfumuninn, en ekki má þó gleyma framlagi þeirra Udonis Haslem og Alonzo Mourning. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, en var þó í raun nokkuð frá sínum besta leik eins og í síðustu leikjum. "Það eina sem ég er búinn að vera að reyna að gera í þessu einvígi er að sanna fyrir fólki að það hafi haft rangt fyrir sér," sagði Dwyane Wade eftir leikinn. "Fólk var að segja að ég gæti ekki skotið utan af velli - svo ég sýndi að ég gæti skotið utan af velli. Svo var sagt að ég gæti ekki spilað - og ég sýndi þeim að ég gæti spilað. Þetta er samt ekki spurning um að ég hafi sett strákana á bakið á mér og borið þá að þessum titli. Við fimmtán manna lið og gerðum þetta saman," sagði Wade og þakkaði öðrum fremur Guði almáttugum fyrir sigurinn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Sjá meira
Miami Heat varð í nótt NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið skellti Dallas á útivelli 95-92 og vann þar með einvígið 4-2, eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Dwyane Wade bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í einvíginu og var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitanna. Hann skoraði yfir 35 stig í fjórum síðustu leikjunum og var gjörsamlega óstöðvandi. Útlitið var ekki bjart fyrir Miami eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í Dallas, en liðið vann eftir það næstu fjóra og landaði titlinum í Dallas í nótt. Wade var stigahæsti maður vallarins sem fyrr og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal var langt frá sínu besta og skoraði aðeins 9 stig, en það skipti engu máli í gær frekar en fyrr - því Miami er sannarlega liðið hans Dwyane Wade. Þessi frábæri leikmaður er nú heldur betur búinn að stimpla sig inn sem einn allra besti leikmaður heimsins og hefur unnið sinn fyrsta titil eftir þrjú ár í deildinni. Dallas hafði yfir í byrjun leiks í nótt, en náði aldrei að hrista af sér ákveðna gestina. Leikurinn var mjög fjörlegur í fyrri hálfleik, en í þeim síðari tók taugastríðið við og bæði lið voru fjarri sínu besta. Rétt eins og áður í einvíginu var það þó snillingurinn Dwyane Wade sem gerði gæfumuninn, en ekki má þó gleyma framlagi þeirra Udonis Haslem og Alonzo Mourning. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, en var þó í raun nokkuð frá sínum besta leik eins og í síðustu leikjum. "Það eina sem ég er búinn að vera að reyna að gera í þessu einvígi er að sanna fyrir fólki að það hafi haft rangt fyrir sér," sagði Dwyane Wade eftir leikinn. "Fólk var að segja að ég gæti ekki skotið utan af velli - svo ég sýndi að ég gæti skotið utan af velli. Svo var sagt að ég gæti ekki spilað - og ég sýndi þeim að ég gæti spilað. Þetta er samt ekki spurning um að ég hafi sett strákana á bakið á mér og borið þá að þessum titli. Við fimmtán manna lið og gerðum þetta saman," sagði Wade og þakkaði öðrum fremur Guði almáttugum fyrir sigurinn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Sjá meira