Auðveldur sigur Detroit 10. maí 2006 11:15 Rasheed Wallace skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst í fyrirhafnarlitlum sigri Detroit í öðrum leiknum við Cleveland í nótt NordicPhotos/GettyImages Ógnarsterkt lið Detroit Pistons virðist til alls líklegt í úrslitakeppni NBA í ár og í gærkvöld valtaði liðið öðru sinni yfir Cleveland Cavaliers 97-91, þó gestirnir hafi náð að laga stöðuna til muna undir lokin vegna einbeitingarleysis leikmanna Detroit. Staðan í einvíginu er því orðin 2-0 fyrir Detroit. Eftir að jafnræði var með liðunum framan af fyrsta leikhlutanum í gær, fóru heimamenn í Detroit loks í fluggírinn og gerðu fljótlega út um leikinn. Ungstirnið LeBron James var í strangri gæslu í fyrri hálfleiknum og útlit fyrir annan stórsigur Detroit. Cleveland náði að gera leikinn áhugaverðan undir lokin þar sem James skoraði 23 af 30 stigum sínum, en heimamenn gerðu það sem þeir þurftu til að klára leikinn og ljóst að Cleveland þarf á engu minna en kraftaverki að halda til að ná einhverju út úr einvíginu sem heldur áfram í Cleveland á laugardagskvöldið. Cleveland-liðið virtist fljótlega missa sig í örvæntingu þegar heimamenn náðu öruggri forystu og tók Mike Brown þjálfari liðsins til þess ráðs að brjóta á Ben Wallace við hvert tækifæri og senda hann á vítalínuna, en Wallace er skelfileg vítaskytta. "Ég hef áður séð lið reyna svona neyðarúrræði til að reyna að hægja á okkur, en aldrei áður í fyrri hálfleik. Við vorum dálítið hissa á þessu, en það er skiljanlegt að ungur þjálfari reyni svona lagað gegn þaulreyndu liði eins og okkur í þeirri von að drepa niður flæðið," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. "Ég vildi ekki eyða öllum leikhléunum mínum of snemma og datt því í hug að reyna þetta. Ég var bara að reyna að hjálpa liðinu mínu að stöðva blæðinguna," sagði Brown. Svo virtist sem leikmönnum Detroit hefði farið að leiðast undir lok leiksins, því liðið slakaði á í varnarleiknum og þá var ekki að sökum að spyrja - LeBron James tók mikla rispu og skyndilega var orðinn fræðilegur möguleiki fyrir Cleveland að ná einhverju út úr leiknum. Heimamenn tóku þá létta rispu og gerðu fljótlega út um leikinn. "Það vill auðvitað enginn þjálfari kannast við hugtök eins og að taka rispu, en það er nú einu sinni þannig með þetta lið okkar - leikmenn okkar geta kveikt neistann og gert út um leiki á stuttum tíma," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. LeBron James skoraði 30 stig, hirti 14 fráköst og átti 7 stoðsendingar fyrir Cleveland og Drew Gooden skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Rasheed Wallace skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst hjá Detroit, Tayshaun Prince skoraði 20 stig, Rip Hamilton skoraði 17 stig, þar af 15 á vítalínunni og Chauncey Billups skoraði 15 stig og gaf 7 stoðsendingar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Sjá meira
Ógnarsterkt lið Detroit Pistons virðist til alls líklegt í úrslitakeppni NBA í ár og í gærkvöld valtaði liðið öðru sinni yfir Cleveland Cavaliers 97-91, þó gestirnir hafi náð að laga stöðuna til muna undir lokin vegna einbeitingarleysis leikmanna Detroit. Staðan í einvíginu er því orðin 2-0 fyrir Detroit. Eftir að jafnræði var með liðunum framan af fyrsta leikhlutanum í gær, fóru heimamenn í Detroit loks í fluggírinn og gerðu fljótlega út um leikinn. Ungstirnið LeBron James var í strangri gæslu í fyrri hálfleiknum og útlit fyrir annan stórsigur Detroit. Cleveland náði að gera leikinn áhugaverðan undir lokin þar sem James skoraði 23 af 30 stigum sínum, en heimamenn gerðu það sem þeir þurftu til að klára leikinn og ljóst að Cleveland þarf á engu minna en kraftaverki að halda til að ná einhverju út úr einvíginu sem heldur áfram í Cleveland á laugardagskvöldið. Cleveland-liðið virtist fljótlega missa sig í örvæntingu þegar heimamenn náðu öruggri forystu og tók Mike Brown þjálfari liðsins til þess ráðs að brjóta á Ben Wallace við hvert tækifæri og senda hann á vítalínuna, en Wallace er skelfileg vítaskytta. "Ég hef áður séð lið reyna svona neyðarúrræði til að reyna að hægja á okkur, en aldrei áður í fyrri hálfleik. Við vorum dálítið hissa á þessu, en það er skiljanlegt að ungur þjálfari reyni svona lagað gegn þaulreyndu liði eins og okkur í þeirri von að drepa niður flæðið," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. "Ég vildi ekki eyða öllum leikhléunum mínum of snemma og datt því í hug að reyna þetta. Ég var bara að reyna að hjálpa liðinu mínu að stöðva blæðinguna," sagði Brown. Svo virtist sem leikmönnum Detroit hefði farið að leiðast undir lok leiksins, því liðið slakaði á í varnarleiknum og þá var ekki að sökum að spyrja - LeBron James tók mikla rispu og skyndilega var orðinn fræðilegur möguleiki fyrir Cleveland að ná einhverju út úr leiknum. Heimamenn tóku þá létta rispu og gerðu fljótlega út um leikinn. "Það vill auðvitað enginn þjálfari kannast við hugtök eins og að taka rispu, en það er nú einu sinni þannig með þetta lið okkar - leikmenn okkar geta kveikt neistann og gert út um leiki á stuttum tíma," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. LeBron James skoraði 30 stig, hirti 14 fráköst og átti 7 stoðsendingar fyrir Cleveland og Drew Gooden skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Rasheed Wallace skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst hjá Detroit, Tayshaun Prince skoraði 20 stig, Rip Hamilton skoraði 17 stig, þar af 15 á vítalínunni og Chauncey Billups skoraði 15 stig og gaf 7 stoðsendingar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Sjá meira